Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 27
Þorbjörn Sigurgeirsson: Hitamælingar í Geysi Hinn 12. ágúst 1948 var höfundur þessarar greinar ásamt pró- fessor Trausta Einarssyni og Gunnari Böðvarssyni, verkfræðingi, staddur austur við Geysi í Haukadal. Meðferðis hölðum við tæki til að mæla hitann í hvernum. Hitamælirinn var viðnámsmælir, sem byggist á því, að ragmagns- viðnámið breytist með hitastiginu. I flestum málmum eykst viðnám- ið um nálægt því 0,4% fyrir einnar gráðu upphitun. Hinir svoköll- uðu hálfleiðarar sýna oft mikhi örari viðnámsbreytingu með hita- stiginu en málmarnir. Þetta er vitanlga heppilegt við hitamælingu, því að ákvörðun hitastigsins verður því nákvæmari því örar sem við- námið breytist með hitastiginu. Hálfleiðararnir eru þó erf'ðir við- fangs vegna þess, að það er vandkvæðum bundið að fá tvö sýnishorn af sama efninu, sem séu eins, livað viðnámið snertir. Örlítil íblönd- un annarra efna getur valdið gagngerum breytingum á viðnáms- ciginleikum efnisins. Á síðustu árum liefur þó ,,Bell"-lélaginu ameríska teki/.t að fram- leiða áreiðanlega v.'ðnámshitamæla úr hálfieiðandi efnum, sem með- höndluð eru á ákveðinn hátt. Slíkur hitamælir er nefndur „ther- mistor", en viðnámið kekkar hjá Iionum allt að 5% fyrir einnar gráðu uppHitun. Nákvæmni hitamælingarinnar er Iiér því tífalt méiri en þegar málmþráður er notaður sem viðnám. Með einí'öldum viðnámsmæli, sem mælir viðnámið upp á 1%, má mæla hitastigið upp A I/5 úr gráðu, og með nákvæmari viðnámsmælingu má ia ná- kvæmnina aukna að sama skapi í ákvörðun hitastigsins, því að breyt- ingar á viðnáminu sjálfu, eftir að mælirinn er fullgerður, eru svo litlar, að þær geta aðeins valdið skekkju upp á örh'tinn part (ca. 3/100) úr gráðu. Thermistorinn, sem hér var notaður, er sívöl glerstöng, um 5 cm

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.