Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 49

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 49
U M ALDUR GEVSIS 41 ið, að hverasvæð.ð geti verið ennþá eldra. Þó mætti i'rekar geta þess til, að það hefði myndazt einmitt í sambandi við þær miklu haggan- r á landiriu, sem orðið hafa í jökulskeiðslokin, er landið tók að rísa, leyst undan oki jökulskjaldarins. Og næsta öruggt má tel ja, að hvera- svæð.ð sé a. m. k. 8000 ára gamalt. Þess má geta, að síðustu sumurin hef ég nokkuð athugað útbreiðslu líparítlaganna X og Y á nærsvæðum Heklu. Þeim athugunum er ekki lokið, en ég tel að svo stöddu líklegast, að lag X sé hið grófa, ljósa lag, sem liggur ofan á Þjórsárhrauninu, vestur af Heklu, að- skilið frá hrauninu af 10—30 cm þykku móhellulagi. Er það þá all- miklu yngra en Þjórsárhraunið. Hins vegar virð'st lag Y eldra en Þjórsárhraunið og vera eitt af elztu öskulögunum á Heklusvæðinu. Það má því telja líkle t, að hverasvæðið við Geysi sé eldra en hin eiginlega Hekla. I sambandi við liina stórauknu tæknilegu nýtingu jarðhita hér- lendis liefur sú spurning eðlilega vaknað, hversu lengi hin ýmsu hitasvæði muni geta enz.t sem orkugjafi. Sú staðreynd, að Geysis- svæðið hefur verið virkt hverasvæði a. m. k. um 8000 ára ske'ð, bend- ir til þess, að íslenzku hverasvæðin séu langlífari en sumir hafa haldið. Staðhæfing mín, að vikurlagið í sniði Barths sé miklu eldra en Barth lielzt: gerir ráð fyrir, gæti í fljótu bragði virzt styðja þá ályktun hans, að Geysir sjálfur sé mörgþúsund ára gamall. En ályktun Barths byggist á þeirri forsendu, að kísillög'n í sniði því, sem hann mældi, séu (ill mynduð af Geysi sjálfum, en ])að er hvorki sannað né einu sinni sennilegt. Hæð Geysiskeilunnar yfir birkilaufalaglnu er um 1,6 m og milli þessarar keilu og undirlaga hennar, sem samkvæmt mælingu Barths hallar um 5° inn að hvernum, virðist vera mislægi (diskordans). Hin eiginlega Cieysiskeila er því allmiklu yngri en vikurlagið X, þar eð myndun birkilaufalagsins og leirmoldarlagsins elst í því hefur tekið langan tíma. Líklegt er, að Geysir og fleiri liverir á G’eysissvæðinu hafi rutt sér veg upp í gegnum kísillög þau, er sjá má í sniði Barths, í sambandi við eitthvert rask á svæðinu og þá væntanlega í sambandi við mikinn jarðskjálfta. Og með tilliti til athugana Trausta Einarssonar á kísilútl'ellingunni virð- ist ekkert því til fyrirstöðu, að Geysir sé einn þeirra hvera, sem Oddverja annáll segir hafa myndazt í sambandi við hinn mikla land- skjálfta 1294.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.