Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 41

Náttúrufræðingurinn - 01.04.1949, Blaðsíða 41
UM ALDUR GEYSIS 41 ið, að hverasvæðið geti verið ennþá eldra. Þó mætti frekar geta þess til, að það hefði myndazt einmitt í sambandi við þær miklu haggan- ir á landiriu, sem orðið hafa í jökulskeiðslokin, er landið tók að rísa, leyst undan tjki jökulskjaldarins. Og næsta öruggt má telja, að livera- svæð ð sé a. m. k. 8000 ára gamalt. Þess má geta, að síðustu sumurin hel' ég nokkuð athugað útbreiðslu líparítlaganna X og Y á nærsvæðum Heklu. Þeirri athugunum er ekki lokið, en ég tel að svo stöddu líklegast, að lag X sé hið grófa, Ijósa lag, sem liggur oía'n á Þjórsárhrauninu, vestur af Heklu, að- skilið frá hrauninu af 10—30 cm þykku móhellulagi. Er það þá all- miklu yngra en Þjórsárhraunið. Hins vegar virð'st lag Y eldra en Þjórsárhraunið og vera eitt af elztu öskulögunum á Heklusvæðinu. Það má því telja líkle t, að hverasvæðið við Cieysi sé eldra en h.'n eíginlega Hekla. I sambandi við hina stórauknu tæknilegu nýtingu jarðhita hér- lendis heí'ur sú spurning eðlilega vaknað, hversu lengi hin ýmsu hitasvæði muni geta enzt sem orkugjafi. Sú staðreynd, að Geysis- svæðið hefur verið virkt hverasvæði a. m. k. um 8000 ára ske'ð, bend- ir til þess, að íslenzku hverasvæðin séu langiífari en sumir liafa haldið. Staðhæfing mín, að vikurlagið í sniði Barths sé miklu eldra en Barth helzt gerir ráð fyrir, gæti í fljótu bragði virzt styðja þá ályktun hans, að Geysir sjálfur sé mörg þúsund ára gamall. En ályktun Bartlis byggist á þeirri forsendu, að kísillög'n í sniði því, sem hann mældi, séu öll mynduð af Geysi sjálfum, en það er hvorki sannað né einu s'nni sennilegt. Hæð Geysiskeilunnar yfir birkilaufalaginu er um 1,6 m og milli þessarar keilu og undirlaga hennar, sem samkvæmt mælingu Barths hallar um 5° inn að hvernum, virðist vera mislægi (diskordans). Hin eiginlega Geysiskeila er því allmiklu yngri en vikurlagið X, þar eð myndun birkilaufalagsins og leirmoldarlagsins efst. í því hefur tekið langan tíma. Líklegt er, að Geysir og lieiri hverir á Geysissvæðinu hafi rutt sér veg upp í gegnum kísillög þau, er sjá má í sniði Barths, í sambandi við eitthvert rask á svæðinu og þá væntanlega í sambandi við mikinn jarðskjálfta. Og með tilliti til athugana Trausta Einarssonar á kísilútfellingunni virð- ist ekkert því til fyrirstöðu, að Geysir sé einn þeirra hvera, sem Oddverja annáll segir hafa myndazt í sambandi við hinn mikla land- skjálfta 1294.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.