Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 25
RAUÐHÓLL 17 Ofan í þessi augu eða svelgi [áður kölluð „afætur'* og „uppgönguaugu"] hljóp nú og rann eldflóðið ... Hringsnerist þar og vafðist ofan í þenna svelg ósegjanlega raikið af eldinum með gusum, stórura hvin og uppköstum, eins og þá látinn er lögur í stórt ílát, hvar ei er nema eitt gat eða opnan á. Er gáta mín, að sá eldur, sem síðar sprengdi sig upp úr jörðinni hér og hvar, liafi þessi verið, sömuleiðis, að þær miklu eldgusur og reykir, er hér stóðu upp úr þeim gömlu hraunum í Land!)rotinu, höfuðlangt frá því, scm það nýja hraun nú komst, hafi hér af staðið. [Úr Ritum um jarðelda eftir Markús Loftsson.] Hér er vissulega lýst gervigosum, sem koma upp fjarri hinu rehn- andi hrauni, sem veldur jaeim. Ég var tregur að trúa þessari frásögn, áður en ég skoðaði innviði Rauðhóls, en nú þykir mér ekki ástæða til að rengja hana. Hún er að vísu aðeins lýsing, en ekki nein við- hlítandi skýring. Hvaðan kemur hraunkvikunni nægilegur hiti, til að hún geti smogið þröngar glufur Landbrotsliraunsins eða hið lausa sjávarset hjá Rauðhól? — Það er ekki á mínu færi að svara þessu. En benda má á hliðstæðu. Allir jarðfræðingar eru sammála um, að það, sem þeir kalla ganga og œðar, sé til orðið við storknun berg- kviku, sent smogið hefur um glufur í bergiriu, sumar æði langar og furðu þröngar. En að mínu viti'hefur ekki enn verið skýrt eðlis- fræðilega, hvernig þetta má verða. I báðum þessum dæmum hlýtur að vera að verki einhver hitagjafi, sem ekki liefur enn tekizt að henda reiður á, svo að við sé unandi. Og þ<> að fyrra dæmið (um gervi- gígana) virðist ef til vill enn óskiljanlegra en hið síðara (um ganga og æðar) — þá er það stigmunur, en ekki eðlismunur. Að öllu þessu athuguðu liallast ég enn lielzt að þeirri skoðun, að Rauðhóll sé gervigígur. Og samkvæmt þeirri tilgátu skal hér í stuttu máli og með teikningu til skýringar sögð sköpunarsaga hans og næsta umhverfis. 1. Berggrunnurinn (skástrikaður á teikn.) myndaðist einhvern tírna á ísöld, ef til vill í síðasta hléi hennar. Hann er úr þykkurn grá- grýtishraunum, sem runnið hafa austan að, sennilega um langan veg. 2. Um margar þúsundir ára svarf ísaldarjökull ofan af berggrunn- inum, en vann misvel á honum, svo að sums staðar grófust í geilar, en ávalar klappabungur standa eftir á milli. Ein þeirra er Hvaleyrar- holt. Enn fremur brotnaði og haggaðist berggrunnurinn eitthvað um þessar mundir, og olli J>að nokkru um mishæðirnar, en l>rota- brúnirnar hafa máðst og jafnazt af jöklinum. 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.