Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 24
lfi
NÁTTÚ RUFRÆtí 1 N G U RIN N
frábrugðnir nálægustu eldstöðvum, sem flestallar eru gossprungur
með gígaröðum. Og í þriðja iagi væri harla kynleg tilviljun, að af-
skekktar eldrásir neðan úr iðrurn jarðar hittu allar á að opnast
í hraunkvíslum eða stöðum, sem hraun áttu eltir að renna yfir, og
ekki kæmi nokkur sletta upp úr hraunlausu svæðunum þar á milli
og umhverfis.
Ef einhver Iiefði spurt mig álits um myndun Rauðhóls fyrir
nokkrum árum, meðan ég hafði aldrei séð innviði lians, hefði ég
varla liikað við að telja liann gervigíg. En nú, eftir að hóllinn hefur
verið krufinn til mergjar — í því nær bókstaflegum skilningi — með
rekum og mokstrarvélum, er mér ekki nærri eins greitt um svör.
Rauðhóll hefur reynzt mér eitt þeirra vándræðaviðfangsefna, er
verða því flóknari sem þau eru meir rannsökuð. Við athugun mína
;i leifum hólsins hef ég fundið líkur fyrir því, að hann sé raunveru-
legt eldvarp, en einnig því, að hann sé gervigígur. Hvorar tveggja
líkurnar eru mjög sterkar, en stangast eins og já og nei. Ut úr þessu
örigþveiti er vart önnur leið en einhver nýr skilningur á eðli gervi-
gosa eða raunverulegra eldgosa. Og ekki þykir mér örvænt, að sá
skilningur fáist við rækilega rannsókn á Rauðhól og fleiri svipuðum
myndunum. Tækifæri lil slíkra rannsókna hefur aldrei boði/.t betra
en nú, þegar hólarnir eru sundur grafnir.
Ef til vill á nákvæm bergfræðileg og efnafræðileg rannsókn eftir
að leiða í ljós svo mikinn mun á efni hólsins og hraunsins, að sýnt
verði, að hann sé ekki tir því ættaður og hljóti því að vera raunv.l.
eldvarp. En ef þetta skyldi nú korna í ljós, þá er eftir að skýra margt,
sent enn virðist ótrúlegar tilviljanir — t. d.: Hvers vegna eru allir
xenólítarnir, sem upp komu í gosinu, úr hinu næsta undirlagi lióls-
ins, en engir komnir dýpra að? — Hvers vegna eru eldstöðvar á borð
við Rauðhól flestar eða allar umluktar hraunstraumum, sem eiga
sér upptök annars staðar?
Miklu sennilegra er, að efna- og bergrannsóknin gefi engan úr-
skurð. En samt gæti úrskurður fengizt — ekki sízt, ef malargryfjan
heldur ái'ram að stækka. T. d. mundu óslitin tengsl milli hraunsins
og hólkjarnans sanna gervigígstiIgátuna. — En þá er enn eftir að
skýra, hvernig það má verða, að glóheit kvika tir rennandi hrauni
smjúgi hin lausu jarðlög framan við sjálfa hraunbrúnina og gjósi
þar upp aftur. Til er ]ró ;i íslenzka tungu frásögn sjónarvotts af
svipuðum atburðinn. — Svo farast orð séra Jóni Steingrímssyni í
riti sínu um Skaftárelda I7S-Í: