Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 29

Náttúrufræðingurinn - 1949, Blaðsíða 29
GOS GEYSIS í HAUKADAL 21 lil þess að suða kæmi upp um miðja pípuna, Hann taldi, að slíkar lyftingar, svokölluð flóð, ættu sér stað á undan gosum og þannig væru gosin skýrð sem suða í sjálfri pípunni, enda væri í vatnshitan- um í pípunni fólgin nægileg orka til þess að lyfta vatninu þá tugi metra, sem Jjað þeytist upp í gosum. Holrúm Mackenzies voru ójrörf tilgáta, enda ekkert um það vitað, livort þau væru til. Aðeins að því, er snerti flóðin, Jrurfti Bunsen að leita út fyrir hverpípuna, en enga ákveðna skýringu gat hann Jró gefið á þeim. Ýmsar gosaskýringar konni fram eftir Jretta frá erlendum ferða- mönnurn. En ójrarft er að rekja Jrær hér, enda lögðu fæstir neitt raunverulegt til málanna, Jrótt Jreir bollalegðu um gosin í ferðabók- um sínum. Innlendur fræðimaður, sem mikið hefur starfað að jarðhitarann- sóknurn, dr. Þorkell Þorkelsson, benti á nýtt atriði til athugunar. Hann halði veitt því athygli, að hverir geta soðið, Jjótt hitinn sé nokkuð undir suðumarki. Þetta skýrði liann þannig, að gasþrýsting- ur í vatninu legðist við gufuþrýstinginn, þannig að samanlagt næðist ytri þrýstingur. Þar sem loft er almennur fylgifiskur hveranna taldi Þorkell, að Jtað hlyti að stuðla mjög að suðu í neðanjarðargöngum og vera veru- legur þáttur í gosum. Þessa skýringu taldi hann mundu eiga við um Geysi, og myndaðist gosið við Jrað, að gufa og loít ryddust úr liliðar- göngum inn í aðalhverpípuna. Þorkell hafnaði þannig þeirri hug- mynd Bunsens, að meginorsök gossins lægi í hverpípunni, enda van- trúaður á, að liitinn næði raunverulegu suðumarki í sjálfri pípunni. 1935 skoðaði höfundur þessarar greinar goshverina hjá Geysi all- rækilega, svo og Geysi sjálfan, sem þá hafði ekki gosið undangengna tvo áratugi. Ég hallaðist brátt að skoðun Bunsens um Jrað, að megin- orsökin væri yfirleitt suða inni í sjálfri þeirri hverpípu, sem hægt var að ná til með hitamæli. Og ég áleit, að Geysir mundi taka að gjósa að nýju, ef vatnið hitnaði í honum upp í það hitastig, sem áður var, en Jrað var nú alls staðar langt undir suðumarki. Til þess að liita vatnið var yfirborðið minnkað — höggvin rauf í skálina — og með [tví dregið úr yfirborðskælingu, en Jrað liafði strax Jrau áhrif, að liitinn steig einnig niðri í pípunni. Þessi hitaaukning varð jafnt og Jiétt, meðan stóð.á raufargerðinni, og Jtegar hitinn um um miðja pípuna hafði komizt upp undir 120°C, hófst gos von bráðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.