Náttúrufræðingurinn - 1949, Qupperneq 35
Þorbjörn Sigurgeirsson:
Hitamælingar í Geysi
Hinn 12. ágúst 1948 var höfundur þessarar greinar ásamt pró-
fessor Trausta Einarssyni og Gunnari Böðvarssyni, verkfræðingi,
staddnr austur við Geysi í Haukadal. Meðferðis höfðum við tæki
til að mæla hitann í hvernum.
Hitamælirinn var viðnámsmœlir, sem byggist á því, að ragmagns-
viðnámið breytist með hitastiginu. í flestum málmum eykst viðnám-
ið um nálægt því 0,4% fyrir einnar gráðu upphitun. Hinir svoköll-
uðu hálfleiðarar sýna oft miklu örari viðnámsbreytingu með hita-
stiginu en málmarnir. Þetta er vitanlga heppilegt við hitamælingu,
því að ákvörðun hitastigsins verður því nákvæmari því örar sem við-
námið breytist með hitastiginu. Hálfleiðararnir eru þó erf’ðir við-
fangs vegna þess, að það er vandkvæðum bundið að fá tvö sýnishorn
af sama efninu, sem séu eins, hvað viðnámið snertir. Örlítil íblönd-
un annarra efna getur valdið gagngerum breytingum á viðnáms-
eiginleikum elnisins.
Á síðustu árum liefur þó ,,Bell“-lélaginu ameríska tekizt að fram-
leiða áreiðanlega viðnámshitamæla úr hálfleiðandi efnum, sem með-
höndluð eru á ákveðinn hátt. Slíkur hitamælir er nefndur „ther-
mistor“, en viðnánn’ð kekkar hjá honum allt að 5% fyrir einnar
gráðu upphitun. Nákvæmni hitamælingarinnar er hér því tífalt
meiri en þegar málmþráður er notaður sem viðnám. Með einföldum
viðnámsmæli, sem mælir viðnámið upp á 1%, má mæla hitastigið
upp á % úr gráðu, og með nákvæmari viðnámsmælingu má fá ná-
kvæmnina aukna að sama skapi í ákvörðun hitastigsins, því að breyt-
ingar á viðnáminu sjállu, eftir að mælirinn er fullgerður, eru svo
litlar, að jiær geta aðeins valdið skekkju ujjji á örlítinn part (ea.
Vioo) úr gráðu.
Thermistorinn, sem hér var notaður, er sívöl glerstöng, um 5 cm