Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 7

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 7
VlRUSARNIR OG FRUMGRÓÐUR JARÐARINNAR 149 framleiða má við útfellingu á hreinum eggjahvítuefnum. Tökum t. d. vírusinn, sem orsakar tíglaveiki tóbaksplöntunnar. tJr sýktum tóbaks- hlöðum er pressaður safinn, hann síaður gegnum gerilþótta síu, en síðan hreinsaður og greindur í sundur með venjulegum efnafræðileg- um aðferðum, eins og þegar aðskilin eru og hreinsuð eggjahvítuefni. Þannig tekst að vinna hreinan tiglaveiki-vírus, efni, sem myndar staf- laga kristalla með sérkennandi ljósfræðilegum eiginleikum, eins og gerist um kristalla. Með því að botnfella efni þetta í mjög hraðgeng- um skilvindum, og með hjálp rafeindasmásjárinnar, má svo ganga úr skugga um, að þessir kristallar eru allir sömu stærðar og hafa sömu lögun, alveg eins og venjulega hreint kristallað eggjahvituefni. Mólekúl-þunga þessa kristallaða efnis hafa menn hka fundið, og reyndist hann vera um 43.000.000. Til samanburðar má geta þess, að blóðlitarefnið, liemóglóbín, er talið hafa mólekúl-þungann 69.000. Einasti munurinn, sem hægt er að finna á þessu efni, þ. e. tíglaveiki- vírusnum, og venjulegu eggjahvítusambandi, er sá, að sé örlitlu af vírusnum dreift á heilbrigð blöð tóbaksplöntu, þá sýkist plantan af tíglaveiki, sem svo berst óðara á aðrar tóbaksjílöntur, ef fyrir hendi eru, og sýkir þær á sama hátt. Hérna höfum við nú fengið í hendurnar efni, sem álitamál er, hvort heldur á að telja dautt eða lifandi. Það er að vísu lífrænt, eins og hvert annað eggjahvituefni, og þolir þvi t. d. ekki hita, sterkar sýrur eða sterka basa, frekar en ýmis önnur eggjahvítuefni, en það verða ekki séð nein einkenni þess, að það sé lifandi, fyrr en það kem- ur á blöð tóbaksplöntunnar, þá tekur það að vaxa, kristöllunum fjölg- ar og tegundin breiðist út, eins og um gerilfrumur væri að ræða. Hér má og benda á dálítið svipað tilfelli í hinum ólífræna, dauða heimi. Dæmið er alþekkt í efnafræðinni. Ef við höfum saltupplausn, lítið eitt yfirmettaða, þá getur hún verið í þannig jafnvægi, að engir kristallar myndist í henni af sjálfsdáðum, og saltið haldist allt í upp- lausn. Sé nú einn einasti örlítill kristall af sams konar salti látinn detta niður í upplausnina, þá myndast þar í skjótri svipan aragrúi af kristöllum, alveg af sömu gerð og sá, er við settum í. Þarna höfum við fyrir augum það merkilega atvik í ríki náttúrunnar, að einn hlut- ur myndar annan hlut sams konar úr myndlausu efni umhverfisins. Þannig myndar einn kristall annan kristal nákvæmlega eins, \ir við- eigandi upplausn, og svo báðir þessir kristallar tvo aðra, og svo koll af kolli, meðan efni er fyrir hendi. Má vera, að vírusunum fjölgi á sama hátt. Ein vírusögn myndi aðra sams konar vírusögn í viðeig-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.