Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 20
162 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN koti, eru sama eðlis og í hinu erlenda sýkta korni. Hafa þeir verið kallaðir korndrjólar (Secale cornutum)1), en þeim veldur myglu- sveppur nokkur, Claviseps purpurea. Sveppur þessi sníkir á blómum margra grastegunda, en er einna algengastur og veldur mestu tjóni á rúgi. Á byggi finnst hann stöku sinnum, en sjaldan á hveiti. Hér á landi telur Ingólfur Davíðsson (1938 og 1951) hann ekki óalgeng- an á háliðagrasi, túnvingli, vallar- sveifgrasi og jafnvel byggi, og auk þess fann ég hann í melöxum á Geitasandi á Rangárvöllum haust- ið 1951 og að Skarði á Landi nri haustið 1954. Nokkrir mismunandi stofnar eru til af sveppi þessum, og eru sumir einskorðaðir við sníkjur á ákveðnum grastegundum. Auðveldast er að þekkja sveppinn á hvíldarstigi sínu, á drjólum þeim, er hann myndar í kornaxinu. Eru þeir ílangir, bjúglaga og langrönd- óttir, harðir mjög og svartir eða dökkfjólubláir að lit, en að innan gráleitir. Á melnum geta þeir orðið 20—30 mm á lengd og 4—5 mm á breidd og standa langt út úr ax- inu. Eru stundum mörg hlóm sýkt á sama axi, og eru drjólarnir þá oft misjafnir að stærð. Drjólar þess- ir ná þroska síðast í ágúst og byrj- un september eða á svipuðum tíma og kornið sjálft. Falla þeir með því úr axinu og geymast í jörðu yfir veturinn. Við hirðingu bygg- og rúgkornsins slaj.ðast drjólarnir óhjá- kvæmilega með hinu heilbrigða korni, og verður þá að hreinsa þá úr, Korndrjólasveppurinn (Clauiceps pur- purea). a. Rúgax með korndrjólum. b. Rúgfræva með myglugrein, er ber knappskotsgróin, nokkuð stækkuð. c. Hálfvaxinn korndrjóli, nokkuð stækk- aður. /. Gróhirzla með grósekkjum, Langskurður af gróbera, nokkuð stækk- uðum. f. Gróhirzla með grósekkjum, mikil stækkun. g. Grósekkir með þráð- laga gróum, enn meiri stækkun. Eftir E. Rostrup. 1) Á ensku og frönsku heita korndrjólamir ergot, eða argot á fom-frönsku, er þýðir spori, liklega dregið af sporalögun drjólans. Á dönsku eru þeir kallaðir moder- korn, meldröje eða brandkorn (kornbrand), á norsku mjölauke, matauke eða tnjöl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.