Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 27

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 27
HINN HEILAGI ELDUR 171 úr fæðu manna, að það sakaði, þótt nokkrir korndrjólar væru í því? Þessum og fleiri spurningum mætti varpa fram og þeim fær enginn betur svarað en Sæmundur Hólm (1781), hinn athuguli náttúru- skoðari 17. aldarinnar. Hann þekkir melinn manna bezt og lýsir fyrst- ur Islendinga sjúkdómi þeim, sem leggst á hann. „Það er og athuga- vert", skrifar hann um ástand melsins snemma sumars, ,,að falli mikil náttfella um þessa tíð, kemur stundum hunangsfall.1) Það merkir oftast rosa og slæm veður, þá er liður á sumarið, en meðan það varir er kyrrt veður og heiðrikja, en lítil eða engin norðanátt, slær þá víða á stangarhöfuðin svörtum flekkjum. Drepi maður þar á tungunni, smakkar það sem sætasta hunang. Það sezt og á annað gras, svo sem fimmfingrajurt, item á hey, af hverju aldrei gott mjólk- ar. Þetta hunang er mikið óheilnæmt, gjörir væmu, og jafnvel inn- vortis meinlæti, það sjúga flugur mikið," og enn skrifar hann: „Þá melurinn er nokkurn veginn vel orðinn, skýtur hann út melskítum [drjólum]. Og þegar áminnzt hunang gengur inn í tinann, þá fær hann slíkan ofsavöxt, að tininn, sem er venjulega mest hálfur þriðji partur úr þumlungi á lengd, verður meir en fullkominn þumlungur, og þar með mjög digur. Þetta heita melskítir og eru þeir sumir minni, svo að þeir sjást langt frá út úr höfðunum, svartir og jarpleitir að lit, þegar þeir eru fullvaxnir. Þeir skyldu aldrei etast, því að þeir eru mjög óhollir átu, og ættu að takast í burt þá drift er, annars er það ómögulegt. Þeir koma og meir í þann mel, hvar blaðkan var áður slegin. Þessir melskítir lykta og smakka væmið og klígjulega, allt eins og brauð, af hvaða tegund sem er, samanblandað með miklu geri eða ölskolum." Sæmundur Hólm lýsir hér bæði knappskotum sveppsins og hinu þurra dvalarstigi hans, sem hann kallar melskít og lýsir af mikilli 1) Orðanna honey deiv, honningdug, ros melleus, eða drosomel er oft getið í erlendum ritum fyrri alda. Er talið í Ordbog (1926), að það þýði sœtur, þykkur vökvi, sem setjist á blöð og aðra plöntuhluta, og sé ýmist blaðlúsadritur, eða afleið- ing af sýkingu korndrjólasveppsins, og var áður álitið, að döggin félli af himnum ofan. Á íslenzku heitir það hunangsfall eða hunangsdögg. Er þess stundum getið í merkingunni sætir dropar af kvistum æðri heima. Sæmundur Hólm (1781) notar orðið fyrstur Islendinga í sambandi við komdrjóla, en telur þó, að hunangið setjist á grasið og standi í sambandi við veðráttuna. Magnús Stephensen (1783) telur hun- angsfall vera vökva „af trjám og jurtum, og alloft hið náttúrlega Manna sjálft". Sveinn Pálsson (1945) skrifar um hunangsfall á Djúpengi undir Eyjafjöllum, sem settist á hey sumarið 1796, svo að það varð óhollt til fóðurs. Er þetta fyrirbrigði í skýringum á Ferðabók hans talið stafa af brandsveppi.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.