Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 36
178 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN inn er því norrænn fugl, en getur þó varla talizt arktískur. Varp- heimkynni hans í Evrópu ná frá íshafsströnd Rússlands til Frakk- lands (Normandí og Bretagne), og auk þess er hann varpfugl á Bret- landseyjum, Færeyjum, Islandi, Bjarnareyju og Svalbarða (sjaldgæf- ur). 1 Grænlandi er hann varpfugl á vesturströndinni sunnan 70° N, en ekki er vitað til, að hann verpi á austurströndinni annars staðar en í Angmagssalikhéraði. Á Nýfundnalandi er hann allalgengur varp- fugl og sömuleiðis á strandlengju meginlands Norður-Ameríku frá Labrador til Massaschusetts-fvlkis í Bandarikjunum. Hér á landi er svartbakurinn algengur varpfugl um land allt, eink- um þó við sjávarsíðuna. Það er þó langt frá því, að hann sé einvörð- ungu bundinn við ströndina, því að hann verpur víða langt frá sjó og jafnvel hátt til fjalla. Segja má, að svartbakurinn verpi hvar sem er á hinni löngu og vogskornu strandlengju Islands, allt frá yztu annesjum og inn í fjarðarbotna, alveg án tillits til þess, hvort strönd- in er liálend og klettótt eða lág og flatlend, eða hvort hún er ber og gróðurlaus eða gróin og grösug. Einnig verpur hann jöfnum höndum í háum, sæbröttum klettaeyjum, lágum eyjum og grösugum og á ber- um gróðurlausum skerjum. 1 þverhníptum björgum verpur hann þó lítið, nema þar sem völ er á breiðum grónum bekkjum eða stöllum. Það er því fremur lítið um hann í hinum eiginlegu fuglabjörgum, en aftur á móti verpur hann oft uppi á flattypptum stökkum eða kiettadröngum. Á hinum víðáttumiklu söndum sunnanlands er svart- bakurinn algengur varpfugl, og sama er að segja um minni sanda- svæði í grennd við árósa í öðrum landshlutum. Á sandasvæðum sæk- ist hann mjög eftir að verpa í melkollum, og við suðurbrún Vatna- jökuls verpur hann oft á jökulöldum. Einnig verpur hann viða í hraunum, bæði í grennd við sjó og eins alllangt frá sjó. Þá verpur hann oft hátt til fjalla (í allt að 800 m hæð y. s.), einkum i grennd við ströndina eða að minnsta kosti ekki mjög langt frá sjó. 1 upp- sveitum verpur svartbakurinn mest í eyjum eða hólmum í ám og vötnum. 1 Sandey í Þingvallavatni er t. d. allmikið svartbakavarp, os við Mývatn verpur svolítill vottur af svartbak, að minnsta kosti öðru hverju, en þar er reynt að útrýma honum jafnóðum og hans verður vart. Á Arnarvatnsheiði og Tvídægru og á svipuðum vatna- auðugum heiðum i öðrum landshlutum eru svartbakavörp allvíða í vatnahólmum. 1 hinum éiginlegu gróðurverum eða gróðureyjum Mið- hálendisins munu svartbakar hins vegar ekki hafa orpið til þessa, en margt bendir þó til þess, að þeir séu í þann veginn að nema þar land,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.