Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 14
156 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN sem einn mikilvægasta hlekkinn í röksemdakeðjunni. Þessi kenning er kennd við Oparin, og er hún eins konar efnafræðileg þróunarsaga. Við hugsum okkur jörðina hafa kólnað svo, að vatn hafi getað safnazt fyrir á yfirborði hennar. Þykkur skýjahjúpur liggur utanum hana. Vatninu rignir niður í stríðum straumum og myndar ár og vötn og síðan heil höf. Og allt þetta vatn er glóðvolgt, og mikið af því gufar upp jafnóðum. Allt flýtur í vatni, þessu merkilega upp- lausnarefni, sem lika er aðalefnið í líkömum allra lifandi vera. Öld líður eftir öld. Það leysist upp af efnum jarðskorpunnar, hægt og hægt, og safnast fyrir í vatninu. Það er upphaf sjávarins, vöggu lífs- ins. Við lítum eftir fyrstu lífverunum, en árangurslaust. Þær eru ekki til. Jörðin er steril. En hvar eru frumefnin, eða efnasamböndin, sem eiga eftir að byggja upp lifverurnar. Nú, sjáum til. Vatnið er alls staðar, en það er myndað af frumefnunum vatnsefni og siirefni. I sjónum eru alls konar sölt í upplausn. En kolefnið, þetta uppistöðu- efni allra lífrænna efnasambanda, hvar er það? Það er vafalaust i samböndum við málma, sem karbidar. Og köfnunarefnið, uppistöðu- efni eggjahvítuefnanna, það er líka bundið málmum sem saltpétur eða nitrid. Við athugum nú sérstaklega kolefnissamböndin. Við finn- um vafalaust methan (CH4). Það finnst í dag á stjörnum, sem eru á svipuðu stigi og jörðin var, er þessi saga gerðist. Og við finnum líka fleiri kolvatnsefni; þau myndast auðveldlega úr vatni og kar- bidum. Sum þeirra hljóta að vera ómettuð og binda þá auðveldlega halógena (Cl, Br og J). Þá er opin leið um alkóliól og aldehyd að feitisýrum og oxysýrum. Formaldehyd (CHoO) er þekkt stig við myndun drúfusykurs, og getur sú efnabreyting sannanlega farið fram án blaðgrænu og sólarljóss, en þó mjög hægfara. En tíminn er nægur og aldirnar líða. Ammóníak (NH3) myndast úr nitridum. Oxysýrur og ammóniak mynda amínósýrur, og amínósýrurnar tengj- ast saman og mynda eggjahvítuefni. öll þau efnasambönd, er hér hafa verið nefnd, má setja saman á einfaldan hátt, án hjálpar nokkurrar lifandi veru. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu, að þau gætu af tilviljun eða nauðsyn orðið til við hinar hröðu efnabreytingar, sem einkennandi voru fyrir jörð vora, um það leyti sem vatnið náði að þéttast á yfirborði hennar. Þarna hljóta að hafa myndazt hin margvíslegustu efnasambönd, og úrval náttúrunnar hefur strax sagt til sín. Það, sem betur hentar kringum- stæðunum, hélt velli, en hitt leið undir lok og varð efniviður í önnur sambönd. Og tíminn leið, öld eftir öld, og jörðin kólnaði. Lækkandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.