Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 6

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 6
148 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fram á það, að gin- og klaufaveiki orsakast einnig af sóttkveikju, sem er svo smávaxin, að hún smýgur gerilþéttar síur. Þessi nýfundni sóttkveikjuflokkur gekk nú fyrst í stað undir nafninu: „síanlegar vírus- tegundir“, og óx þekking manna á þeim mjög hægt allt fram á þriðja tug þessarar aldar. Fíngerðari síur, mjög hraðgengar skilvindur og síð- ast en ekki sízt rafeinda-smásjáin komu þá til sögunnar, og var þá mögulegt að kynnast nánar þessum lífverum, sem nú eru almennt nefndar vírusar. Við skulum nú athuga nánar vírusana sjálfa, enda þótt erfitt sé að gera sér grein fyrir þeim, vegna smæðar þeirra. Stærð gerlanna er venjulega mæld í þúsundustu hlutum úr millimetra, þ. e. í my (H), og er algengt, að gerilfruma sé um 0.3—1 my í þvermál, og 1—3 my á lengd, ef um stafgeril er að ræða. Þvermál á rauðu blóð- korni í manni er ca. 7,5 my. En þetta er of stór mælikvarði fyrir vírusana, þá verður að mæla í milljónustu hlutum úr millimetra, þ. e. í millimy (mii) eða þúsundasta hluta úr my. Stærstu vírusar, eins og bólusóttai’vírusinn, eru þá liðlega 200 millimy, en þeir smæstu, eins og gin- og klaufaveiki-vírusinn, mænusóttar-vírusinn og inflú- ensu-vírusinn, eru aðeins 10—15 millimy. Lögun virusanna er svipuð og gerlanna, þ. e. þeir eru ýmist hnatt- laga eða staflaga. Um útlit þeirra að öðru leyti er mjög lítið vitað. Talið er þó, að þeir séu oft köntóttir eða teningslaga, og stundum sést standa út úr þeim eins og horn eða hali, svo að lögunin minnir helzt á sleggju með stuttu skafti. Það er skiljanlega ekki hægt að greina neina innri gerð svo smárra agna sem vírusanna, enda þótt gera megi þá sjáanlega í rafeinda- smásjánni. En það hefur tekizt að efnagreina þá. Hefur komið i ljós, að þeir eru gerðir af kirni eingöngu, en kirni er samband af svo- kölluðum kirnissýrum og eggjahvítuefni, og eru þau efnasambönd sérkennileg fyrir litnið og litningana í öllum frumukjörnum. Efna- fræðilega og að byggingu eru vírusarnir þannig einfaldari en nokkr- ar frumur. Þeir hafa ekkert frymi, og þeir samsvara ekki einu sinni frumukjarnanum, heldur aðeins litninu, eða ef til vill aðeins hluta þess. Lifandi efni eða dautt? Mjög er það einkennilegt, að sumir vírusar, einkum þeir, sem lifa í jurtum, eru í kristalformi, þ. e. þeir virðast vera kristallað kimi og samsvara þannig í eðli sinu venjulegum eggjahvítukristöllum, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.