Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 13
VlRUSARNIR OG FRUMGRÓÐUR JARÐARINNAR
155
frumukjörnum jurta og dýra, eða dreifð út um frumuna, eins og i
gerlunum og blágrænu þörungunum, eða sem jafnvel geta bi'ugðið
sér út úr frumunum í smáhópum um stundarsakir, eins og vírusarnir.
Eru til frumkjarga vírusar?
Þá höfum við nú fengið nokkra þekkingu á vírusunum og skulum
því næst athuga möguleikana á því, að þeir séu frumgróður jarðar-
innar. Við rekum okkur þá fyrst á þá mótbáru, eins og áður var
getið, að vírusarnir geti aðeins aukið kyn sitt innan i lifandi frum-
um, og þær þurfi þá að vera til fyrst. Jú, vissulega, þannig er því
háttað með þá vírusa, sem við ennþá þekkjum. En eins og áður var
líka fram tekið, þá þekkjum við þessa vírusa aðeins vegna þeirra
breytinga, sem þeir orsaka á frumunum, er þeir lifa í, vegna þess
að þeir sýkja frumurnar eða leysa þær upp. Segjum nú svo, að til
væru vírusar, sem ekki þyrftu að komast í aðrar frumur til þess að
aukast og margfaldast. Hugsum okkur t. d. virus, eins og þann, sem
orsakar tíglaveikina á tóbaksplöntunni, að því fráskildu, að hann
gæti aukið kyn sitt i jarðveginum. Hvernig mundi okkur ganga að
finna slikan vírus, ef til væri? Hvernig gætum við sannað tilveru
hans? Það mundi verða mjög erfitt verk. Við vissum ekki einu sinni
að hvers konar einkennum eða efnabreytingum við ættum að leita.
Efnabreytingarnar, sem hann orsakaði, yrðu að vera svo yfirgrips-
miklar, að hægt væri að mæla þær. Og ennþá yfirgripsmeiri þyrftu
þessar efnabreytingar að vera, til þess að við rækjumst á þær, eða
veittum þeim eftirtekt af tilviljun, meðan við ekki þekkjum þær.
Tökum eftir því, að gerlarnir, sem sjúkdómum eða rotnun valda,
þekktust löngu á undan þeim gerlum, sem frumbjarga (autotroph)
eru. Og sennilega eru ekki allir frumbjarga gerlar þekktir ennþá.
Okkar þekking á þessu sviði er ennþá svo takmörkuð, að bezt er að
fullyrða varlega um það, hvað kann að vera til, eða hvað ekki getur
verið til. Frumbjarga vírusar eða gen geta ha'glega verið til í náttúr-
unnar ríki, án þess að nokkur hafi orðið þeirra var, svo að við nú
ekki minnumst á það, hvað kann að hafa verið til um það leyti, er
saga lífsins hófst hér á jörðu.
Ein sköpunarsaga.
Að síðustu skulum við svo til fróðleiks og skemmtunar kynna okk-
ur eina af þessum kenningum, sem fram hafa verið bornar um upp-
haf lífsins hér á jörðinni, kenningu, sem einmitt tekur virusana með