Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 38

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 38
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Af svartbaksungum, sem merktir hafa verið hér á landi, hafa þannig 6 náðst aftur erlendis að vetrarlagi, þar af 4 í Færeyjum, 1 i Suður- evjum (Hebrideseyjum) og 1 á Norður-lrlandi. Allt voru þetta ung- fuglar á 1.—2. vetri. Á veturna heldur svartbakurinn sig við strönd- ina, en auk þess einnig lítið eitt við ár og vötn, sem ís festir ekki á. Það er venjulega ekki fyrr en i april, að hann fer að leita til varp- stöðva í uppsveitum, fjarri sjó. Yfirleitt má segja, að svartbakurinn sé allan ársins hring stranda- og grunnsævisfugl, sem sjaldan sést langt til hafs. Fæða svartbaksins er mjög margvísleg og getur auk þess verið mjög breytileg eftir landshlutum og árstíðum. Hann lifir ])ó fyrst og fremst á alls konar fæðu úr dýraríkinu, og tekur þá jöfnum höndum bæði lifandi dýr og dauð. Á vorin og sumrin tekur hann mikið af eggjum og ungum og gerir þá oft mikinn usla í æðarvörpum og öðrum fugla- byggðum. Á fullorðna fugla ræðst hann þó sjaldan, nema þeir séu særðir eða ósjálfbjarga. Stundum leggst hann þó á aðra sundfugla og rænir þá æti sínu, er þeir koma úr kafi. Hef ég fleirum sinnum séð hann ræna æðarfugla og toppendur æti sínu á þennan hátt. Á vc'rin tekur hann einnig talsvert af hrognkelsum í sjávarlónum og á grunnsævi, og lax og silung tekur hann á grynningum i ám og vötn- um, eða þar sem mikið útfiri er út frá árósum. Einnig tekur hann ýmsa smærri sjávarfiska, sem hann nær í við yfirborð, svo sem loðnu, síld, sandsíli, smáufsa o. fl. Rottur og mýs mun svartbakurinn taka, ef svo ber undir, og í uppsveitum, þar sem lítið er um annað æti, leggst liann stundum á unglömb. Þá eru enn ótalin alls konar lægri sjávardýr, svo sem krabbadýr, lindýr, skrápdýr (ígulker) og ormar, sem oft eru allþýðingarmikill liður í fæðu svartbaksins. Lindýr, sem hann vinnur ekki á, brýtur hann með því að fljúga með þau upp í loftið og láta þau síðan falla til jarðar. Sömu aðferð beitir liann við stór og skurnþykk egg, svo sem gæsáregg. Alls konar hræ, fiskslor, sláturhúsaúrgangur og matarúrgangur í sorphaugum og við sorpræsa- afrennsli hafa einnig mjög mikla þýðingu sem fæða fyrir svartbak- inn. Á öskuhaugum Reykjavíkur safnast svartbakar saman, svo að þúsundum skiptir, á veturna og hafast þar við þangað til í marz, er loðna fer að ganga á grunnmið við SV. land til hrygningar. Þá hverfa þeir venjulega frá öskuhaugunum og snúa sér að loðnunni. Svipuð svartbakager safnast einnig saman við sorphauga og sorpræsaafrennsli í öðrum borgum og bæjum hér á landi, svo og í vérstöðvum, þar sem mikið fellur til af fiskslori.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.