Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 38

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 38
180 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Af svartbaksungum, sem merktir hafa verið hér á landi, hafa þannig 6 náðst aftur erlendis að vetrarlagi, þar af 4 í Færeyjum, 1 i Suður- evjum (Hebrideseyjum) og 1 á Norður-lrlandi. Allt voru þetta ung- fuglar á 1.—2. vetri. Á veturna heldur svartbakurinn sig við strönd- ina, en auk þess einnig lítið eitt við ár og vötn, sem ís festir ekki á. Það er venjulega ekki fyrr en i april, að hann fer að leita til varp- stöðva í uppsveitum, fjarri sjó. Yfirleitt má segja, að svartbakurinn sé allan ársins hring stranda- og grunnsævisfugl, sem sjaldan sést langt til hafs. Fæða svartbaksins er mjög margvísleg og getur auk þess verið mjög breytileg eftir landshlutum og árstíðum. Hann lifir ])ó fyrst og fremst á alls konar fæðu úr dýraríkinu, og tekur þá jöfnum höndum bæði lifandi dýr og dauð. Á vorin og sumrin tekur hann mikið af eggjum og ungum og gerir þá oft mikinn usla í æðarvörpum og öðrum fugla- byggðum. Á fullorðna fugla ræðst hann þó sjaldan, nema þeir séu særðir eða ósjálfbjarga. Stundum leggst hann þó á aðra sundfugla og rænir þá æti sínu, er þeir koma úr kafi. Hef ég fleirum sinnum séð hann ræna æðarfugla og toppendur æti sínu á þennan hátt. Á vc'rin tekur hann einnig talsvert af hrognkelsum í sjávarlónum og á grunnsævi, og lax og silung tekur hann á grynningum i ám og vötn- um, eða þar sem mikið útfiri er út frá árósum. Einnig tekur hann ýmsa smærri sjávarfiska, sem hann nær í við yfirborð, svo sem loðnu, síld, sandsíli, smáufsa o. fl. Rottur og mýs mun svartbakurinn taka, ef svo ber undir, og í uppsveitum, þar sem lítið er um annað æti, leggst liann stundum á unglömb. Þá eru enn ótalin alls konar lægri sjávardýr, svo sem krabbadýr, lindýr, skrápdýr (ígulker) og ormar, sem oft eru allþýðingarmikill liður í fæðu svartbaksins. Lindýr, sem hann vinnur ekki á, brýtur hann með því að fljúga með þau upp í loftið og láta þau síðan falla til jarðar. Sömu aðferð beitir liann við stór og skurnþykk egg, svo sem gæsáregg. Alls konar hræ, fiskslor, sláturhúsaúrgangur og matarúrgangur í sorphaugum og við sorpræsa- afrennsli hafa einnig mjög mikla þýðingu sem fæða fyrir svartbak- inn. Á öskuhaugum Reykjavíkur safnast svartbakar saman, svo að þúsundum skiptir, á veturna og hafast þar við þangað til í marz, er loðna fer að ganga á grunnmið við SV. land til hrygningar. Þá hverfa þeir venjulega frá öskuhaugunum og snúa sér að loðnunni. Svipuð svartbakager safnast einnig saman við sorphauga og sorpræsaafrennsli í öðrum borgum og bæjum hér á landi, svo og í vérstöðvum, þar sem mikið fellur til af fiskslori.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.