Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 11
VlRUSARNIR OG FRUMGRÖÐUR JARÐARINNAR 153 komið af stað myndun nýrra eggjahvituhjúpa án kirnis. Þriðja myndin sýnir, að kirni er komið i suma eggjahvítuhjúpana, en á fjórðu myndinni eru allar hinar nýju gerilætur fullmyndaðar og gerilfruman springur. Aðeins fáar af gerilætunum eru sýndar á fjórðu mynd, en alls eru þær 200. Þær eru og sýndar óeðlilega stór- ar, samanborið við gerilfrumuna. (G. S. Stent). út úr henni vírusar, ekki aðeins af afbrigðunum tveim, heldur líka ný afbrigði. Þessi nýju afbrigði eru eins konar blendingar af hinum fyrri, af foreldrunum, ef svo mætti segja. Og ekki nóg með það, þrjú eða fleiri vírusafbrigði, sem lenda innan í sömu gerilfrumunni, geta lagt saman af eiginleikum sínum í eitt og sama vírusafbrigðið, frá- brugðið hinum fyrri. Það, sem hér gerist, virðist vera þetta: Þegar virusinn kemur inn í gerilfrumuna, leysist hann upp i einstök gen. Eftir nokkra stund hefur genunum fjölgað margfalt, og taka þau þá til að hópast saman aftur og mynda vírusa á ný. Hafi aðeins verið um eitt vírusafbrigði að ræða, virðast þessi gen vera hvert öðru lík, og mynda eina vírustegund aðeins. En hafi vírusafbrigðin verið tvö eða fleiri, þá virðist vera þarna í frumunni samsafn af mismunandi genum, sem svo geta hópast saman á ýmsa vegu og myndað margs konar vírusafbrigði. Vírusar, sem svona haga sér, hafa sýnilega mik- inn hæfileika til þess að breyta arfgervi sínu, þ. e. mynda ný afbrigði. Stökkbreytingar (mutation) köllum við það. Vírusar og gen. Af þessum niðurstöðum verður það helzt ráðið um eðli virusanna, að þeir séu hópar af genum, sem leikið geti lausum hala utan frum- anna, en þurfi að komast inn i lifandi frumu, til þess að fjölgun geti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.