Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 11

Náttúrufræðingurinn - 1954, Síða 11
VlRUSARNIR OG FRUMGRÖÐUR JARÐARINNAR 153 komið af stað myndun nýrra eggjahvituhjúpa án kirnis. Þriðja myndin sýnir, að kirni er komið i suma eggjahvítuhjúpana, en á fjórðu myndinni eru allar hinar nýju gerilætur fullmyndaðar og gerilfruman springur. Aðeins fáar af gerilætunum eru sýndar á fjórðu mynd, en alls eru þær 200. Þær eru og sýndar óeðlilega stór- ar, samanborið við gerilfrumuna. (G. S. Stent). út úr henni vírusar, ekki aðeins af afbrigðunum tveim, heldur líka ný afbrigði. Þessi nýju afbrigði eru eins konar blendingar af hinum fyrri, af foreldrunum, ef svo mætti segja. Og ekki nóg með það, þrjú eða fleiri vírusafbrigði, sem lenda innan í sömu gerilfrumunni, geta lagt saman af eiginleikum sínum í eitt og sama vírusafbrigðið, frá- brugðið hinum fyrri. Það, sem hér gerist, virðist vera þetta: Þegar virusinn kemur inn í gerilfrumuna, leysist hann upp i einstök gen. Eftir nokkra stund hefur genunum fjölgað margfalt, og taka þau þá til að hópast saman aftur og mynda vírusa á ný. Hafi aðeins verið um eitt vírusafbrigði að ræða, virðast þessi gen vera hvert öðru lík, og mynda eina vírustegund aðeins. En hafi vírusafbrigðin verið tvö eða fleiri, þá virðist vera þarna í frumunni samsafn af mismunandi genum, sem svo geta hópast saman á ýmsa vegu og myndað margs konar vírusafbrigði. Vírusar, sem svona haga sér, hafa sýnilega mik- inn hæfileika til þess að breyta arfgervi sínu, þ. e. mynda ný afbrigði. Stökkbreytingar (mutation) köllum við það. Vírusar og gen. Af þessum niðurstöðum verður það helzt ráðið um eðli virusanna, að þeir séu hópar af genum, sem leikið geti lausum hala utan frum- anna, en þurfi að komast inn i lifandi frumu, til þess að fjölgun geti

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.