Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 21
HINN HEILAGI ELDUR 163 ef þeir eiga ekki að lenda í mjölinu eða útsæðinu. Drjólar, sem lenda í kornakrinum, skjóta upp gróberum á miðju næsta vori. Eru þeir brúnir og hnattlaga á sentímeters löngum rauðum stöfum. Hnettir þess- ir eru alsettir vörtum, sem eru gróhirzlu-stútarnir, en gróhirzlurnar eru flöskulaga, liggja sokknar í vef hnattarins og snúa stútunum út. í þeim eru grósekkirnir langir og mjóir, og þegar gró þeirra eru full- þroskuð, sem skeður um líkt leyti og frjóvgun kornsins, losna þau úr grósekkjunum, leita út um stút gróhirzlanna og berast með vindinum að blómum kornsins. Nái gróið að lenda á fræni blómsins, vaxa af því mygluþræðir inn í frævuna og mynda þar þéttan dökkan vef, sem með aldrinum verða að hinum bjúglaga drjólum. Mikill fjöldi gróa myndast úr hverjum hnetti og fjölgar sveppinum ört á þennan kynjaða hótt. Á efri enda drjólanna myndar myglan aðra tegund gróa við knappskot á miðju sumri. Eru gró þessi löðrandi í sætum vessa (hun- angsfall)* 1), sem drýpur á næstu blóm eða berst með flugum milli blóma, og getur myglan þannig fjölgazt, einnig á kynlausan hátt. Drjólarnir þorna siðan upp með haustinu og verða harðir og dökkir. Talið er, að sýking frævunnar eigi sér einkum stað, sé hún ófrjóvg- uð, eða á þeim tima frá þvi blómið opnast þar til það frjóvgast. Eru því meiri brögð að smitun í rigningatíð, þar sem vatn og kuldi tefja fyrir frjóvgun, og regnið skolar burt miklu af frjókornunum. Þannig veldur drjólasveppurinn meiru tjóni í kaldri rigningatíð en í þurr- viðri. Er tjónið aðallega tvenns konar. Fyrst og fremst rýrir svepp- urinn kornuppskeruna, og í öðru lagi skemmist korn, sem blandast korndrjólum, sökum þess að sveppurinn er eitraður mönnum og skepnum.2) (Ravn, 1922). Eiturefni þau, sem eru í drjólasveppinum, heita ergotoxin og ergo- tamin, og verka einkum á starfsemi sléttra vöðva. Þau eru ekki mjög sterk og ekki banvæn nema undir sérstökum kringumstæðum, eink- drygje, og á Jjýzku Mutterkorn. Á miðri 18. öld þýðir Björn Halldórsson (1814) oi ðið kornbrand með kornbruna, sem getur bæði verið sótsveppur og drjólasveppur. Sæmundur Hólm (1781) kallar drjóla i melkorni melskít, og Sigfús Blöndal (1924) notar oi-ðið korndrep yfir meldröje, en telur að orðið drep geti þýlt kornrust (ryð- sveppur). Hér verður notazt við orðmyndun Ingólfs Davíðssonar (1938) korndrjóli (ineldrjóli, rúgdrjóli). Sveppurinn er kallaður korndrjólasveppur og sjúkdómur sá, er hann veldur á mönnum og dýrum, korndrjólaeitrun eða korndrjólasýki. 1) Sjá neðanmáls, bls. 171. 2) H. C. Bendixen (1945) lýsir korndrjólaeitrun á húsdýrum, sem ekki er ósvip- uð og i mönnum. Telur hann hænsni einkum næm fyrir áhrifum eitursins, einnig naut og svin, en hross álítur hann, að þoli stóra skainmta, án þess að sýkjast.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.