Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 21

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 21
HINN HEILAGI ELDUR 163 ef þeir eiga ekki að lenda í mjölinu eða útsæðinu. Drjólar, sem lenda í kornakrinum, skjóta upp gróberum á miðju næsta vori. Eru þeir brúnir og hnattlaga á sentímeters löngum rauðum stöfum. Hnettir þess- ir eru alsettir vörtum, sem eru gróhirzlu-stútarnir, en gróhirzlurnar eru flöskulaga, liggja sokknar í vef hnattarins og snúa stútunum út. í þeim eru grósekkirnir langir og mjóir, og þegar gró þeirra eru full- þroskuð, sem skeður um líkt leyti og frjóvgun kornsins, losna þau úr grósekkjunum, leita út um stút gróhirzlanna og berast með vindinum að blómum kornsins. Nái gróið að lenda á fræni blómsins, vaxa af því mygluþræðir inn í frævuna og mynda þar þéttan dökkan vef, sem með aldrinum verða að hinum bjúglaga drjólum. Mikill fjöldi gróa myndast úr hverjum hnetti og fjölgar sveppinum ört á þennan kynjaða hótt. Á efri enda drjólanna myndar myglan aðra tegund gróa við knappskot á miðju sumri. Eru gró þessi löðrandi í sætum vessa (hun- angsfall)* 1), sem drýpur á næstu blóm eða berst með flugum milli blóma, og getur myglan þannig fjölgazt, einnig á kynlausan hátt. Drjólarnir þorna siðan upp með haustinu og verða harðir og dökkir. Talið er, að sýking frævunnar eigi sér einkum stað, sé hún ófrjóvg- uð, eða á þeim tima frá þvi blómið opnast þar til það frjóvgast. Eru því meiri brögð að smitun í rigningatíð, þar sem vatn og kuldi tefja fyrir frjóvgun, og regnið skolar burt miklu af frjókornunum. Þannig veldur drjólasveppurinn meiru tjóni í kaldri rigningatíð en í þurr- viðri. Er tjónið aðallega tvenns konar. Fyrst og fremst rýrir svepp- urinn kornuppskeruna, og í öðru lagi skemmist korn, sem blandast korndrjólum, sökum þess að sveppurinn er eitraður mönnum og skepnum.2) (Ravn, 1922). Eiturefni þau, sem eru í drjólasveppinum, heita ergotoxin og ergo- tamin, og verka einkum á starfsemi sléttra vöðva. Þau eru ekki mjög sterk og ekki banvæn nema undir sérstökum kringumstæðum, eink- drygje, og á Jjýzku Mutterkorn. Á miðri 18. öld þýðir Björn Halldórsson (1814) oi ðið kornbrand með kornbruna, sem getur bæði verið sótsveppur og drjólasveppur. Sæmundur Hólm (1781) kallar drjóla i melkorni melskít, og Sigfús Blöndal (1924) notar oi-ðið korndrep yfir meldröje, en telur að orðið drep geti þýlt kornrust (ryð- sveppur). Hér verður notazt við orðmyndun Ingólfs Davíðssonar (1938) korndrjóli (ineldrjóli, rúgdrjóli). Sveppurinn er kallaður korndrjólasveppur og sjúkdómur sá, er hann veldur á mönnum og dýrum, korndrjólaeitrun eða korndrjólasýki. 1) Sjá neðanmáls, bls. 171. 2) H. C. Bendixen (1945) lýsir korndrjólaeitrun á húsdýrum, sem ekki er ósvip- uð og i mönnum. Telur hann hænsni einkum næm fyrir áhrifum eitursins, einnig naut og svin, en hross álítur hann, að þoli stóra skainmta, án þess að sýkjast.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.