Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 35
Finnur Guðmundsson:
íslenzkir fuglar X
Svartbakur (Larus maiinus L.)
Svartbakurinn eða veiðibjallan, eins og hann er oftast kallaður
sunnanlands, er stærstur allra íslenzkra máfa. Hann er auk þess al-
gengasti stórmáfurinn hér á landi og sá þeirra, sem hefur mesta og
jafnasta útbreiðslu. Svartbakurinn er fagur og föngulegur fugl, en
hann er ekki að sama skapi vinsæll og hann er glæsilegur. Valda þar
mestu um lífshættir hans, en hann er eins og kunnugt er einn hinn
versti eggja- og ungaræningi og er því hinn mesti vágestur í fugla-
byggðum.
Fullorðnir svartbakar vega oftast 1 j/2—2 kg. Litarmunur eftir kyn-
ferði er enginn, en stærðarmunur er hins vegar allmikill. Eru kven-
fuglarnir mun minni og allt að því þriðjungi léttari en karlfuglarnir.
Á sumrin eru fullorðnir svartbakar svartir á baki, herðum og vængj-
um, að undanskildu því, að flugfjaðrirnar eru hvítyddar. Að öðru
leyti er fuglinn drifhvítur. Nefið er ljósgult, homgrátt í oddinn. Sinn
hvorum megin á neðra skolti framanverðum (um hnéð) eru fagur-
rauðir blettir. Munnvik eru rauðgul. Fæturnir eru blágráhvítir, stund-
um með svolítið rauðgulleitum blæ á tám og fitjum. Lithimna augans
er silfurgrá- eða gulgráírótt. Á veturna er svartbakurinn eins á lit
og á sumrin, nema hvað mjóar, móleitar rákir eru á kolli niður að
augum og aftan á hnakka og á hnakkahliðum. Dúnungar eru ljós-
gráir með meira eða minna greinilegum dökkum dilum eða irum á
höfði, baki og vængjum. Ungfuglar á 1. vetri eru skolhvítir með þétt-
um, móbrúnum dílum og rákum að ofanverðu og á höfði og hálsi, en
að neðanverðu eru dílarnir og rákirnar miklu strjálli og daufari. Flug-
fjaðrirnar eru brúnsvartar. Nefið er grásvart, lítið eitt ljósara við
rótina, einkum á neðra skolti. Fæturnir eru ljósgrábrúnir. Ungfugl-
arnir breyta smám saman um lit, unz þeir ná kynþroskaaldri, þegar
þeir eru 3—4 ára gamlir.
Varpheimkynni svartbaksins eru við norðanvert Atlantshaf og ná-
læga hluta Norður-íshafsins, bæði vestan hafs og austan. Svartbakur-
12