Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 16
Þorsteinn Einarsson: Talning súlunnar í Eldey Þann 7. júlí 1953 flugu J. W. Park og R. T. Northridge úr sjóher Bandaríkja N.-Ameríku yfir Eldey. Með í flugvélinni var ljósmynd- arinn R. J. Porter, og tók hann ógætar ljósmyndir af Eldey úr sex áttum. Myndataka þessi var framkvæmd fyrir milligöngu M. Lorimer Moe, forstjóra bandarísku upplýsingaskrifstofunnar á íslandi. Frummyndimar voru afhentar Náttúrugripasafninu að gjöf. Eftir frummyndunum gerði Ágúst Böðvarsson, forstöðumaður land- mælingadeildar vegamálaskrifstofunnar, stækkanir, svo að auðveldara yrði að framkvæma talningu á súlubyggð Eldeyjar, bæði „ofan á“ og „utan í“. Ýmis undirbúningur og annir töfðu fyrir framkvæmd talningar, svo að henni varð eigi lokið fyrr en 31. janúar síðastliðinn. Talning var þannig framkvæmd, að ein myndanna var notuð sem yfirlitsmynd. Á hana voru merktar áttir, snasir tölusettar og eyjunni skipt að ofan i þrjár þekjur. Þessar þekjur em greinilega aðskildar, þar eð frá SV-bjargbrún- inni, þar sem eyjan er hæst, gengur hryggur til NA. Hryggur þessi beygir til austurs, er kemur inn á eyjuna, um lý af lengd hennar, og nær út á austurhorn hennar nærri uppgöngunni. Hin takmörkin er sprunga, sem gengur út frá hryggnum, þar sem hann breytir stefnu. Þessari sprungu verður fylgt í sveig fram á brún austan við norðurhorn eyjunnar. Þekjurnar em allar sundurskornar af vatnsrásum og sprungum; vegna þeirra er eyjan ill yfirferðar, en auðveldara að skipta henni í reiti við talningu. Eftir því, í hvaða áttir þekjunum hallar að brúnum, hefi ég skírt þær: NA-þekja, SA-þekja og NV-þekja. Við talningu var þeirri aðferð beitt, að hver fugl var talinn, nema þar sem auðséð var, að tveir sátu þétt saman. Hver fugl var því tek- inn sem eining fyrir hreiður eða súluhjón. Aðferð þessa byggi ég á reynslu minni frá súlubyggðum í Hellis- ey, þar sem ég hef legið yfir súlubreiðu í fyrstu viku júlí í 26 klst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.