Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 25
HINN HEILAGI ELDUR 169 Korndrjólaeitrun á íslandi. Á Islandi virðist korndrjólaeitrunar ekki getið í lækningabókum eða sjúkdómsskýrslum siðustu tveggja alda, og sjúkdómurinn vera óþekktur hér á landi á þeim tíma fyrr en nú. Er það eðlilegt, þar scm innflutt korn er undir stöðugu eftirliti hins útflytjandi ríkis og um innlent korn til neyzlu er varla aS ræða. Margt bendir þó til, að ástandið hafi verið annað fyrr á öldum, og er ekki ólíklegt, að margar fornar sagnir um kreppta menn og kaunum grafna geti átt við korndrjólasjúklinga, þótt áður hafi verið taldir likþráir eða áþjáðir öðrum illkynja sjúkdómum. Islendingar voru strax á landnámsöld upp á aðrar þjóðir komnir með kornmat, og hafa því hlotið að fá sinn skerf af drjólakorni. Þess ber þó að geta, að kornmatur var aldrei eins mikill hluti af fæðu Islendinga eins og annarra Evrópuþjóða (Sigurjón Jónsson, 1944). Enda þótt vitanlega sé erfitt að greina sjúkdóm af fáorðum öfgafullum sjúkdómslýsingum fyrri alda, svipar nokkrum sögnum svo mjög til erlendra lýsinga á ástandi þeirra, er sýkzt hafa af korndrjólum, að næsta er líklegt, að hér sé um sama sjúkdóm að ræða. I fornsögum okkar eru sjúkdómslýsingar fáorðar og lítið á þeim að græða. Þó má geta þess til gamans, að Fróðárundrin, sem að vísu eru ævintýraleg frásögn, áttu sér stað árið 1000, eftir að Þórgunna kom með skipi frá Irlandi, en í Vestur-Evrópu geisaði korndrjólasýki haust- ið 999. Plágan á Fróðá virðist ekki hafa borizt út frá bænum og gæti því verið af völdum fæðunnar þar, ef til vill írsks korns úr skipinu. Ekki er sjúkdómseinkennum lýst, en Þórir viðleggur verður kolblar áður en hann deyr, þótt önnur skýring sé gefin á því í sögunni (Eyr- byggja saga). I Sturlungu er frá því sagt, að Snorri Sturluson hafi fengið ámu- sótt á alþingi. Telur Finnur Jónsson (1912) þetta líklega vera heima- komu, en orðið ámu vera skylt ánumaðki (ánamaðki). Þannig minn- ist Jón Pétursson (1934), sem var læknir Norðlendinga frá 1775 til 1801, á sjúkdóm einn, er hann kallar umu (aumu).1) Um þann sjúkdóm segir hann: „Jafnvel þótt það beri tíðum við, að umu- sjúkdómur komi með hægum tilfellum, þá skeður hitt ekki sjaldnar, að hann heimsækir fólk með stríðri sótt, svo sem þunga, máttleysi, sterkum höfuðverki, ógleði og jafnvel uppsölu, sem ekki minnkar fyrr 1) Telur Sveimi Prilsson (1789) ekki ólíklegt, nð með umu sé átt við snmn sjúk- dóm og ámusótt Snorra.

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.