Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 19
Sturla Friðriksson: Hinn heilagi eldur. Það mun í frásögur færandi, er fólk sýkist af korneitrun hér á landi, sérstaklega, þegar eitrun sú er af völdum íslenzks korns, en þetta kom einmitt fyrir á þessu hausti. Hinn 19. september bárust mér í pósti nokkrir einkennilegir of- vextir úr melgrasfræi frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, og með þeim fylgdi bréf, þar 'sem Grétar Guðnason segist senda þessi fræ til rann- sóknar. „Vegna þess“, skrifar hann, „að hér i Kirkjulækjarkoti urðu þrir veikir af því,“. Hann lýsir enn fremur sjúkdómseinkennum þannig: „Fyrst byrjaði það með máttleysi og svo uppköstum og höf- uðverk“, og ekki telur hann „laust við að sjónin dapraðist". Sjúk- dómseinkenni á þessu fólki voru ekki athuguð af lækni, en kornið var rannsakað og reyndist blandað korndrjólum. Korndrjólasveppurinn. Við Islendingar erum litlir kornyrkjumenn og höfum þar af leiðandi litla þekkingu á þeim plágum, sem herjað geta nytjajurtir þessar. Gerum við okkur sízt grein fyrir því nú til dags, að korn geti verið banvænt, þótt danskurinn hafi fyrr á öldum ævinlega selt okkur skemmt korn og maðkað. Stöku sinnum berast þó hingað fregnir er- lendis frá af sjúkdómum og dauða manna, er etið hafa skemmt korn. Fyrir nokkrum árum var til dæmis sagt frá því, að bakari nokkur í Frakklandi hefði verið kærður fyrir að baka brauð úr drjólakorni, sem hann fékk fyrir lítinn pening, og valdið með því veiklun og dauða fjölda viðskiptavina sinna. Fengu sumir óskaplega magakrampa, aðrir urðu blindir, en fleiri dóu. Á Norðurlöndum ber oft mikið á komdrjólum í rúgi eftir rigningasumur, og er þess getið, að þá hraki heilsufari rúgbrauðsneytenda víða, bæði á sál og líkama. Þá risi ofs- tækisöldur i trúar- og stjórnmálaskoðunum og nýir söfnuðir og flokk- ar séu stofnaðir. Ofvextir þeir, sem sendir voru úr melkorninu frá Kirkjulækjar- n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.