Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 1954, Qupperneq 19
Sturla Friðriksson: Hinn heilagi eldur. Það mun í frásögur færandi, er fólk sýkist af korneitrun hér á landi, sérstaklega, þegar eitrun sú er af völdum íslenzks korns, en þetta kom einmitt fyrir á þessu hausti. Hinn 19. september bárust mér í pósti nokkrir einkennilegir of- vextir úr melgrasfræi frá Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, og með þeim fylgdi bréf, þar 'sem Grétar Guðnason segist senda þessi fræ til rann- sóknar. „Vegna þess“, skrifar hann, „að hér i Kirkjulækjarkoti urðu þrir veikir af því,“. Hann lýsir enn fremur sjúkdómseinkennum þannig: „Fyrst byrjaði það með máttleysi og svo uppköstum og höf- uðverk“, og ekki telur hann „laust við að sjónin dapraðist". Sjúk- dómseinkenni á þessu fólki voru ekki athuguð af lækni, en kornið var rannsakað og reyndist blandað korndrjólum. Korndrjólasveppurinn. Við Islendingar erum litlir kornyrkjumenn og höfum þar af leiðandi litla þekkingu á þeim plágum, sem herjað geta nytjajurtir þessar. Gerum við okkur sízt grein fyrir því nú til dags, að korn geti verið banvænt, þótt danskurinn hafi fyrr á öldum ævinlega selt okkur skemmt korn og maðkað. Stöku sinnum berast þó hingað fregnir er- lendis frá af sjúkdómum og dauða manna, er etið hafa skemmt korn. Fyrir nokkrum árum var til dæmis sagt frá því, að bakari nokkur í Frakklandi hefði verið kærður fyrir að baka brauð úr drjólakorni, sem hann fékk fyrir lítinn pening, og valdið með því veiklun og dauða fjölda viðskiptavina sinna. Fengu sumir óskaplega magakrampa, aðrir urðu blindir, en fleiri dóu. Á Norðurlöndum ber oft mikið á komdrjólum í rúgi eftir rigningasumur, og er þess getið, að þá hraki heilsufari rúgbrauðsneytenda víða, bæði á sál og líkama. Þá risi ofs- tækisöldur i trúar- og stjórnmálaskoðunum og nýir söfnuðir og flokk- ar séu stofnaðir. Ofvextir þeir, sem sendir voru úr melkorninu frá Kirkjulækjar- n

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.