Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 9

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 9
VÍRUSARNIR OG FRUMGRÓÐUR JARÐARINNAR 151 Marmor tabaci, orsakar tíglaveiki á tóbaki. Marmor solani, orsakar tíglaveiki á kartöflum. Borreliota variolae, bólusóttar-vírus. Briareus morbillorum, mislinga-vírus. Hostis pecoris, gin- og klaufaveiki-virus. Tarpeia premens, kvef-vírus. Það er eitt einkenni þeirra vírusa, er sýkja menn eða skepnur, að þeir gera þann sýkta, þ. e. hýsilinn, ónæman fyrir sjúkdómnum um lengri eða skemmri tíma á eftir. Þennan eiginleika finnum við líka hjá gerlunum. En það er líka alkunnugt, að framandi eggjahvíta or- sakar myndun móteiturs i blóði manns, hests, kanínu eða annars slíks tilraunadýrs, sé hún gefin þvi í æð. Þessi eiginleiki vírusanna, út af fyrir sig, sannar þvi litið um það, hvort telja skuli þá lifandi eða dauða. Venjulegast mun þó að telja þá vírusa, sem sýkt geta menn eða skepnur, lifandi, en láta vera, að svo stöddu, að fella úrskurð um þá vírusa, er hafast við í jurtum. Gerilæturnar hafa nokkra sérstöðu, en um þær hefur margt merkilegt komið i ljós, nú á allra síðustu tímum, og skulum við nú vikja nánar að því. Gerilætur. Á árunum 1915—1917 urðu þeir Twort og d’Herelle fyrstir manna varir við gerilæturnar, en þær gerðu fyrst vart við sig á þann hátt, að í gerlagróðri á agarskálum komu fram örlitlir auðir blettir, þar sem engir gerlar uxu. Frá þessum blettum var svo hægt að smita aðr- ar agarskálar, sem á var sams konar gróður, og væri gerlagróðurinn í fljótandi næringarefni, s. s. kjötsoði, mátti fylgjast með þvi, hvernig gerlarnir leystust í sundur og vökvinn varð tær af völdum þessa smitefnis. Fyrst í stað gerðu menn sér miklar vonir um, að hér væri fundið hentugt vopn í baráttunni við gerlana. Ekki mundi þurfa ann- að en láta t. d. kólerusjúkling eða taugaveikisjúkling taka inn við- eigandi gerilætur, og þá væru sýklarnir í þörmum hans yfirunnir. Þessar vonir hafa algerlega brugðizt. Það kom sem sé í ljós, að geril- æturnar, sem reyndust vera vírusar, gerðu gerlunum ekkert teljandi mein, ef þeir voru í blóði, greftri eða saur, en í shku umhverfi er jafnan háð orustan við sýklana í likömum manna og dýra. En þó að gerilæturnar yrðu ekki neinn bjargvættur í baráttunni gegn drepsóttum og rotnun, þá virðast vísindin ætla að geta haft aí þeim mikið gagn. Lifnaðarhættir þessara örsmáu vírusa hafa reynzt mjög sérkennilegir, og hefur það aukið skilning manna á eðli annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.