Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 28
170 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN en rauður blettur sést einhvers staðar útkominn á likama hins sjúka, hvað í fyrsta lagi er vant að ske á 3. eða 4. dægri . . . Stundum kem- ur hún út á fótunum með mikilli bólgu, gul- og svartblá-leitri, án nokkurs sóttarsnerts, detta þar gjaman á sár eftir nokkurn tíma liðinn, út úr hverjum flýtur mikill saggi.“ Eins og að framan getur er heimakoma (erysipelas) margoft köll- uð ignis sacer ásamt ristli og korndrjólaeitrun, og þessum þremur sjúkdómum öllum ruglað saman. I dönskum orðabókum er ignis sacer oft ranglega þýddur aðeins með erysipelas, en ekki ristli og korn- drjólaeitrun (Ehlers, 1895). Mætti því eins hugsa sér, að ámusótt gæti stundum hafa verið annar hvor þeirra sjúkdóma. f íslenzkum annálum er auk þess getið um margan faraldur, sem ekki er vitað, hver verið hefur. Ekki em þar þó neinar lýsingar, sem eiga vel við korndrjólaeitrun, og ekki standast faraldsárin hér nema að litlu leyti 'i við korndrjólasýkisár meginlandsins. Má því ætla, að sjúkdómur- inn hafi ekki verið hér sem faraldur, enda þótt hann kunni að hafa stungið sér niður á stöku stað. Schleisner (1849) getur þess þó til, að sótt sú, sem Skarðsárannáll kallar engingarsótt og gekk hér um land árið 1580, hafi verið korndrjólasýkisfaraldur, en Sigurjón Jóns- son (1944) og Þórður Thoroddsen (1919) era ekki sammála honum þar, meðal annars sökum þess, að rúgneyzla hafi ekki verið það al- menn hér á landi á þeim tíma. Skal þess þó getið hér, að melkornið var aðeins lítill hluti af fæðu íólksins í Kirkjulækjarkoti og veiktist það eigi að síður, enda þurfa komdrjólaskammtarnir ekki að vera stórir, til þess að valda eitrun, sé þeirra neytt að staðaldri (sbr. hér að framan). Meldrjólasýkin. Þegar litið er yfir þær sjúkdómslýsingar, sem hér er getið að fram- an og aðrar skráðar sagnir úr annálum og fornum ritum, þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning, hvort þau sjúkdómstilfelli, sem eftir lýsingunni að dæma gæti verið af völdum korndrjólaeilrunar, séu öll til orðin fyrir neyzlu erlends korns. Er það kannske einsdæmi i sögu íslendinga, er fólkið í Kirkjulækjarkoti, sem getið var um í upphafi, veikist af innlendu korni nú á 20. öldinni? Hefur melgrasið ekki verið sjúkt af korndrjólum fyrr en nú? Þekktu meltekjumenn fyrri tíma ef til vill korndrjólana og áhrif þeirra og vöruðust þá við tínslu kornsins? Eru eituráhrif melkornsins ef til vill mildari en eitur rúgdrjólanna, eða var melkornið kannske aldrei það stór skammtur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.