Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 3
VlRUSARNIR OG FRUMGRÓÐUR JARÐARINNAR 147 andi og þess dauða, að ekki verður hjá því komizt að hugleiða þann möguleika, að þeir séu tengiliður á milli þessara tveggja heima. Verður hér nú fyrst lýst helztu eiginleikum vírusanna, en síðan athugaðir möguleikarnir fyrir því, að þeir séu hinn eiginlegi frum- gróður jarðarinnar. Hvað er vírus? Vírus er latneskt orð og táknar eitur. Er sagt um Kleópötru hina fögru, er hún réð sér hana, að hún hafi borið vírus úr egypzkri eitur- slöngu í sár á handlegg sér. Einhver hefur stungið upp á því að kalla vírusana eitrur á íslenzku, en ekki getur það talizt heppilegt orð. Eitra er of líkt eitur, og það er svo margt eitrið. Vírusarnir hafa líka stundum verið nefndir huldusýklar á íslenzku. Ekki verður þó séð, að virusar séu svo miklu huldari sjónum manna en margir gerlanna, að þessi nafngift eigi rétt á sér. Nafnið veira hefur líka verið notað á þennan lífveruflokk i íslenzku máli, en það virðist ekkert hafa framyfir orðið vírus, nema tilgerðina. Orðið vírus fer vel í málinu og beygist eins og prímus. Vírussjúkdómar á mönnum eru löngu þekktir, þó að orsök þeirra væri ekki kunn fyrr en á þessari öld. Af þessum sjúkdómum hefur bólusóttin verið illræmdust. Það merkilega skeði, að öruggt vopn fannst gegn þessari drepsótt, án þess að sóttkveikjan væri þekkt. Það var, sem kunnugt er, enski læknirinn Edward Jenner, sem árið 1796 fann upp bólusetninguna, en það er nú orðin alkunn ónæmis- aðgerð, sem fyrst var notuð gegn bólusótt og ber nafn sitt af henni. Um bólusóttarvírusinn vissu menn ekkert meira fyrr en nú á 20. öldinni. Sá, sem fyrstur benti á orsök vírussjúkdóma, var rússneskur grasa- fræðingur, að nafni Ivanovski. Var það rétt fyrir síðustu aldamót, eða nánar tiltekið árið 1892, en þá var Ivanovski að rannsaka tígla- veiki tóbaksplöntunnar, sem er skaðræðissjúkdómur, þar sem ræktað er tóbak. Skömmu áður hafði í Þýzkalandi verið fundin upp Berke- feld-sían, en hún er gerð úr samanpressuðum díatómeu-leir, eða barna- mold, og er svo fíngerð, að ekki smjúga hana einu sinni smávöxnustu gerlar. Ivanovski síaði nú safa úr sýktum tóbaksblöðum í gegnum Eerkefeld-síu og fékk þannig tæran vökva, sem ekki voru í neinir gorlar. Vökva þennan bar hann svo á blöð heilbrigðrar tóbaksplöntu, og það merkilega skeði, þau veiktust af tíglaveiki. Sex árum seinna, árið 1898, sýndu Þ)óðver)arnir Löffler og Frosch

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.