Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 26
168
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
hvarvetna átt viS heimakomu, en ekkert bendir þó til, að þar sé ekki
eins verið að gefa ráð við korndrjólaeitrun á byrjunarstigi. Þannig
er ráðlegt að nota „rneldi" [Atriplex sp.J í plástur og slíkt talið „gott
við þeim illa eldi“, súra [Rumex acetosaj þykir einnig „góð við mat-
leiða, og eltir burt hinn illa eld“, og um „Coroandum“ [Coriandrum
sativumj segir enn fremur, að blandi „maður hennar lög með ediki
og hveiti kruma [hvíta hluta brauðsins], þá er hún góð við þann illa
eld og hvers kyns heita þrota“. Um „sicuta“ [líklega Cicuta maculata]
segir, að hún „dugir vel að leggjast við augna sund og eld hinn
illa"* 1) og „brassica11 [B. sylvestris?] skal „stappa við ystur fornt, og
binda við náristil [þ. e. ristil] og allan þrota. Við ignem sacrum:
stappa við súrt vín og salt og leggja við þar er verkjar".2) Enn segir
þar um svefngras [Papaver sp.J, að það sé „gott að leggja við kverka-
sótt og við hinn illa eld“, og um salurt [Malva sylvestrisj, að hún
sé „góð við drepi, og því, sem brennt er og illum eldi“.
Ráð þessi mundu nú á tímum virðast koma að litlu gagni, einkan-
lega þegar ætla má, að sjúklingurinn neytti jafnframt hins sýkta
koms, en nokkra fróun kunna þau að hafa veitt.
Hér að framan hefur að nokkru verið getið korndrjólaeitrana fyrri
alda og ráða gegn þeim. Ber í því sambandi að athuga, að hinar is-
lenzku heimildir byggja þar eingöngu á erlendri þekkingu á sjók-
dóminum. Er heimilda Maríu sögu að leita í latneskum ritum, en
auk þess hefur ritari hennar aukið hana með nýrri sögnum. Er í
framangreindum jarteiknum jómfrúr Maríu meðal annars vitnað í
korndrjólaeitursfaraldur þann, sem geisaði víða í héruðum Frakk-
lands árin 1128—1129. Lækningabækurnar virðast einnig að miklu
leyti byggðar á erlendri þekkingu, enda ganga mörg læknisráðin í
gegn um allar helztu lækningabækur Evrópu á þessum tíma. Það er
því engin sönnun, þótt minnzt sé á illan eld í slikum ritum, að sjúk-
dómur þessi hafi gert vart við sig á Islandi.
er listi jurta ésamt lœkningamœtti þeirra. Safn þetta er gefið út af Molbech (1826)
og M. Kristensen (1908). Megnið af heilræðum þessum byggist á latneskum skrif-
um Macers, De virtutibus [viribus] herbarum, og Constantinusar Africanus, De
gradibus simplicium. Harpestræng var til í norskri uppskrift, en á henni eru hin
íslenzku handrit 23D43, A.M. 194 og A.M. 434 að nokkru leyti byggð.
1) Sbr. úr broti af Henrik Harpestræng, A.M. 696, stendur: „Hennar blóð og
lögur stappaður dugar vel að leggjast við augnabrár og eld hinn illa“.
2) Hér er gerður greinarmunur á ignis sacer og náristli, sem S. Blöndal þýðir
ranglega með Helvedesild, eins og gert er í flestum dönskum orðabókum.