Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 51

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 51
BIRICIÐ í HALLORMSSTAÐARSKÓGI 191 ekki gefið fyllilega rétta mynd af innbyrðis tegundahlutföllum skóg- arins. I íslenzkum flórum er B. concinna Gunnarss. ekki nefnd. Hugtækt er því að sjá, að í sýnishornum mínum voru nokkur tré, sem sýndu — einkum að þvi er blaðlögun varðaði — einkenni, sem Gunnarsson (l.c.) hefur talið eiga við þessa nýju tegund. Blöð þessara trjáa skera sig greinilega úr hinum við tígullaga eða sporbaugótta lögun. Raunar kemur það í ljós, að höfundur „Flóru lslands“ hefur þegar í fyrstu útgáfu hennar (1901) talið með þetta einkenni, en þá undir B.odoráta Bechst. (í hinum útgáfunum B. pubescens Ehrh.). Nú bera þessi sömu tré raunar ekki concmnu-einkenni að því er varðar t. d. reklalögun og varla að segja heldur í lögun rekilhlífanna- svo að fullljóst er, að af þessum fáu sýnishornum er ekki hægt að draga þá ályktun, að B. concinna sé til sem hrein tegund á Islandi (raunar segir Gunnarsson (l.c.), að hún sé það varla heldur í Noregi). Ekki varð í rauninni vart mikilla coriacea-einkenna í sýnishornum mínum. Það var helzt í blaðlögun, tönnUn blaðanna, reklalögun og rekilhlífum. Hinir hárlausu og gljáandi sprotar, sem þessi tegund á að hafa, fundust hvergi meðal sýnishornanna, né heldur hinir hang- andi kvenreklar. Sýnishornin skera þvi ekki fremur úr um tilveru þessarar tegundar hér en concinna. Gunnarsson (l.c.) liefur ekki tekið B. callósa Notö til meðferðar, enda var þessari tegund fyrst gaumur gefinn af Lindquist (1945), eftir að hún hafði legið í gleymsku í nær 40 ár frá því henni var fyrst lýst af Noto (1901) í Tromsöflóru hans. Fyrir því er hún held- ur ekki tekin með í yfirliti Bersets. En sökum þess, að hún er talin íslenzk tegund í „Islenzkum jurtum“ Áskels Löve (1945) og m. a. s. sögð finnast í Hallormsstaðarskógi, og af Lindquist (l.c.) talin mynda bastarð með tortuosa á Islandi, hafði ég hana stöðugt í huga við nafn- greininguna, ef vera skyldi, að einhverra einkenna hennar yrði vart í þessum sýnishomum. Svo reyndist þó alls ekki. Það, sem sérstak- lega einkennir callósa, eru stilklausir eða mjög stilkstuttir, uppréttir, sporöskjulagaðir og mjúkir kvenreklar og sérkennilegar rekilhlífar (sjá mynd á bls. 169 og 179 í „Svensk BotaniskTidsskrift", 39.bindi, 1945). Engin þessi einkenni gerðu vart við sig í þessum sýnishornum. Þau gera mann því engu fróðarí um tilveru þessarar tegundar á Islandi. Rit, sem stu'Sst var viS: Barth, Agnar, 1949: Björka. — Oslo.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.