Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 51

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 51
BIRICIÐ í HALLORMSSTAÐARSKÓGI 191 ekki gefið fyllilega rétta mynd af innbyrðis tegundahlutföllum skóg- arins. I íslenzkum flórum er B. concinna Gunnarss. ekki nefnd. Hugtækt er því að sjá, að í sýnishornum mínum voru nokkur tré, sem sýndu — einkum að þvi er blaðlögun varðaði — einkenni, sem Gunnarsson (l.c.) hefur talið eiga við þessa nýju tegund. Blöð þessara trjáa skera sig greinilega úr hinum við tígullaga eða sporbaugótta lögun. Raunar kemur það í ljós, að höfundur „Flóru lslands“ hefur þegar í fyrstu útgáfu hennar (1901) talið með þetta einkenni, en þá undir B.odoráta Bechst. (í hinum útgáfunum B. pubescens Ehrh.). Nú bera þessi sömu tré raunar ekki concmnu-einkenni að því er varðar t. d. reklalögun og varla að segja heldur í lögun rekilhlífanna- svo að fullljóst er, að af þessum fáu sýnishornum er ekki hægt að draga þá ályktun, að B. concinna sé til sem hrein tegund á Islandi (raunar segir Gunnarsson (l.c.), að hún sé það varla heldur í Noregi). Ekki varð í rauninni vart mikilla coriacea-einkenna í sýnishornum mínum. Það var helzt í blaðlögun, tönnUn blaðanna, reklalögun og rekilhlífum. Hinir hárlausu og gljáandi sprotar, sem þessi tegund á að hafa, fundust hvergi meðal sýnishornanna, né heldur hinir hang- andi kvenreklar. Sýnishornin skera þvi ekki fremur úr um tilveru þessarar tegundar hér en concinna. Gunnarsson (l.c.) liefur ekki tekið B. callósa Notö til meðferðar, enda var þessari tegund fyrst gaumur gefinn af Lindquist (1945), eftir að hún hafði legið í gleymsku í nær 40 ár frá því henni var fyrst lýst af Noto (1901) í Tromsöflóru hans. Fyrir því er hún held- ur ekki tekin með í yfirliti Bersets. En sökum þess, að hún er talin íslenzk tegund í „Islenzkum jurtum“ Áskels Löve (1945) og m. a. s. sögð finnast í Hallormsstaðarskógi, og af Lindquist (l.c.) talin mynda bastarð með tortuosa á Islandi, hafði ég hana stöðugt í huga við nafn- greininguna, ef vera skyldi, að einhverra einkenna hennar yrði vart í þessum sýnishomum. Svo reyndist þó alls ekki. Það, sem sérstak- lega einkennir callósa, eru stilklausir eða mjög stilkstuttir, uppréttir, sporöskjulagaðir og mjúkir kvenreklar og sérkennilegar rekilhlífar (sjá mynd á bls. 169 og 179 í „Svensk BotaniskTidsskrift", 39.bindi, 1945). Engin þessi einkenni gerðu vart við sig í þessum sýnishornum. Þau gera mann því engu fróðarí um tilveru þessarar tegundar á Islandi. Rit, sem stu'Sst var viS: Barth, Agnar, 1949: Björka. — Oslo.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.