Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 01.10.1954, Blaðsíða 15
TALNING SÚLUNNAR 1 ELDEY 159 samfleytt. Fá eru þau hreiður, sem tvær súlur sitja við og þá aldrei um lengri tíma, eða aðeins meðan þær skipta um álegu eða gæzlu unga, sem skeður tvisvar á sólarhring. Reynslan hefur sýnt, að öruggastar tölur um fjölda súluhjóna fást í varpstöðvum um mánaðamótin júní-júlí. „Ofan á" getur sjaldan að líta geldsúlur, svo að nokkru nemi, en aftur á móti sitja þær oft á syllum neðarlega í bergi. I einum taln- ingarreit „utan í" var ekki talið, vegna þess að þær súlur, sem þar sátu, dæmdust geldsúlur. Á þrjú smásvæði af Eldey var eigi hægt að sjá á myndunum, en vitað er af myndum, teknum af sjó 1949, að þar eru súlubyggðir. Niðurstöður talningarinnar urðu þessar: I. Ofan á: 1. NA-þekja ... 5619 2. SA-þekja . . . 2865 3. NV-þekja . . . 3150 11634 II. Utan í: 1. NA ...... 167 2. SA....... 2071 3. NV ...... 1306 3544 Samtals 15178 Samkvæmt þessari niðurstöðu leikur enginn vafi á því lengur, að á engri einstakri eyju á jörðunni er stærri súlubyggð en í Eldey. Hér er þó aðeins átt við byggðir hafsúlunnar (Sula bassana). Skulu hér nefndar nokkrar hinar fjölbyggðustu: Little Skellig (Irland) .... 12000 (1949) Boreray (St. Kilda)...... 9431 (1939) Grassholm (Wales)...... 9200 (1949) Bonaventure (Kanada) .... 6800 (1939) Fjöldi súluhjóna hér á Islandi mun þvi nú vera um 21 þúsund, eða rúm 20% af súluhjónum Atlantshafsins. Þær talningar, sem farið hafa fram í Eldey á undan þessari, eru: 1939 fara H. G. Vevers og L. S. V. Venables til talningar að Eldey. Þeir félagar telja af sjó utan í 628 hreiður, en aðstoðarmaður þeirra, Gísli Guðmundsson, telur ofan á 8700. Alls 9328. 1949 fara J. Hux- ley, James Fisher, H. G. Vevers og Þorsteinn Einarsson ásamt fleir- um til talningar að Eldey. Þrír hinir síðastnefndu töldu af sjó utan

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.