Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 15

Náttúrufræðingurinn - 1954, Blaðsíða 15
VlRUSARNIR OG FRUMGRÖÐUR JARÐARINNAR 157 hitastig markaði stefnu þróunarinnar. Sameindirnar urðu stærri og stærri, og sumstaðar mynduðust kvoðukenndar (kolloidai) upplausn- ir. í þeim mynduðust fyrir áhrif gagnstæðra rafhleðslna, örsmáar agnir, samsettar af mörgum sameindum, en í yfirborði slíkra agna koma til skjalanna alls konar nýir og mikilvægir eiginleikar, sem eðlisfræðingar nútímans eru ennþá önnum kafnir við að rannsaka. Þarna í þessu umhverfi á fyrsti sjálfhvata gerhvatinn að hafa myndazt, kolefnissamband, sem við nú á dögum myndum kalla líf- rænt, en hefur auk þess þann eiginleika að geta endurnýjað sjálft sig. Yæri þá þarna komið fyrsta genið. Næst myndast hópar af gen- um, þ. e. frumbjarga virusum, en siðan með ofurlítilli viðbót af eggja- hvítu eins konar sjálfstæðir litningar. Slíkir óháðir litningar myndu samsvara frumstæðustu gerlum, eins og við þekkjum þá i dag. Og stöðugt koma ný og ný afbrigði og náttúran velur úr. Meira af eggja- hvítuefnum kemur til skjalanna. Hjúpurinn um kirnissýrusambönd vírusanna vex, það myndast frymi, og genin dreifast með litninu út um það. Þarna höfum við gerlana og blágrænu þörungana. Síðan greinist litnið frá fryminu og sezt að í kjarnanum, og þá höfum við fengið fullskapaða jurta- og dýrafrumu. fJr því er leiðin opin til æðri lífvera, samkvæmt viðurkenndum kenningum um þróunina. Áður en blaðgrænan kom til sögunnar, var ekki um aðra leið til orkuöflunar að ræða, fyrir hinar frumstæðu lifverur, en efnabreyt- ingar eins og þær, sem brennisteins- og saltpétursgerlarnir nota enn þann dag í dag. Þessi orkuvinnsla er mjög hægfara, samanborið við orkuvinnslu blaðgrænunnar úr sólarljósinu. Það er því sennilegt, að hraði þróunarinnar hafi aukizt til stórra muna við tilkomu blað- grænunnar, en það mun hafa verið í grænu gerlunum og blágrænu þörungunum, sem hvin varð fyrst til. Þetta var nú í meginatriðum ein af þeim myndum, sem menn hafa gert sér af sjálfsköpun lifsins hér á jörð. „Generatio aequivoca" uppvakin ennþá einu sinni. Kenningin er ekki sett hér fram sem neinn óvéfengjanlegur sannleikur, heldur aðeins til þess að sýna, hversu raða má saman þessum brotum þekkingar okkar á náttúrunni og gera úr þeim sköpunarsögu, sem ekki gerir ráð fyrir neinum yfir- náttúrlegum aðila. Veikasti hlekkurinn í þessari röksemdakeðju er auðvitað genið, þessi sjálfhvata gerhvati, sem skapar alltaf nýjan gerhvata eftir sinni eigin mynd. Sköpun þessa gens er stærsta og merkasta sporið í þróunarsögunni, miklu mikilvægara en sköpun mannsins. Mætti því gjarnan skrifað standa: „Og guð skapaði genið í sinni mynd.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.