Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 20

Náttúrufræðingurinn - 1954, Page 20
162 NÁTTtJRUFRÆÐINGURINN koti, eru sama eðlis og í hinu erlenda sýkta korni. Hafa þeir verið kallaðir korndrjólar (Secale cornutum)1), en þeim veldur myglu- sveppur nokkur, Claviseps purpurea. Sveppur þessi sníkir á blómum margra grastegunda, en er einna algengastur og veldur mestu tjóni á rúgi. Á byggi finnst hann stöku sinnum, en sjaldan á hveiti. Hér á landi telur Ingólfur Davíðsson (1938 og 1951) hann ekki óalgeng- an á háliðagrasi, túnvingli, vallar- sveifgrasi og jafnvel byggi, og auk þess fann ég hann í melöxum á Geitasandi á Rangárvöllum haust- ið 1951 og að Skarði á Landi nri haustið 1954. Nokkrir mismunandi stofnar eru til af sveppi þessum, og eru sumir einskorðaðir við sníkjur á ákveðnum grastegundum. Auðveldast er að þekkja sveppinn á hvíldarstigi sínu, á drjólum þeim, er hann myndar í kornaxinu. Eru þeir ílangir, bjúglaga og langrönd- óttir, harðir mjög og svartir eða dökkfjólubláir að lit, en að innan gráleitir. Á melnum geta þeir orðið 20—30 mm á lengd og 4—5 mm á breidd og standa langt út úr ax- inu. Eru stundum mörg hlóm sýkt á sama axi, og eru drjólarnir þá oft misjafnir að stærð. Drjólar þess- ir ná þroska síðast í ágúst og byrj- un september eða á svipuðum tíma og kornið sjálft. Falla þeir með því úr axinu og geymast í jörðu yfir veturinn. Við hirðingu bygg- og rúgkornsins slaj.ðast drjólarnir óhjá- kvæmilega með hinu heilbrigða korni, og verður þá að hreinsa þá úr, Korndrjólasveppurinn (Clauiceps pur- purea). a. Rúgax með korndrjólum. b. Rúgfræva með myglugrein, er ber knappskotsgróin, nokkuð stækkuð. c. Hálfvaxinn korndrjóli, nokkuð stækk- aður. /. Gróhirzla með grósekkjum, Langskurður af gróbera, nokkuð stækk- uðum. f. Gróhirzla með grósekkjum, mikil stækkun. g. Grósekkir með þráð- laga gróum, enn meiri stækkun. Eftir E. Rostrup. 1) Á ensku og frönsku heita korndrjólamir ergot, eða argot á fom-frönsku, er þýðir spori, liklega dregið af sporalögun drjólans. Á dönsku eru þeir kallaðir moder- korn, meldröje eða brandkorn (kornbrand), á norsku mjölauke, matauke eða tnjöl-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.