Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 8

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 8
54 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN þeirra félaga löngum eignað honum einum. Fullvíst má telja, að Bjarni hafi engu síður en Eggert safnað hinu náttúrufræðilega efni bókarinnar, að minnsta kosti um hina lifandi náttúru. Mennt- un hans á því sviði var vissulega meiri en Eggerts, og hann eigi síður athugull og skarpskyggn. En úr þessu verður tæpast skorið til nokkurrar hlítar, þótt nákvæm rannsókn á dagbókum kynni að greiða þar eitthvað úr. Bókin varð Eggerts og fyrir þá sök meðal annars hefur Bjarni horfið í skugga félaga síns, sem þjóðin gerði að hálfgerðum dýrlingi, en gleymdi að miklu leyti manninum, sem sleit kröftum sínum við að leggja grundvöll að íslenzkri heilbrigðis- þjónustu og líkna þjáðum og sjúkum og varð sannnefndur faðir íslenzkrar læknastéttar. Næstu 9 árin eftir að ferðunum lauk vann Eggert að samningu Ferðabókarinnar, liæði í Kaupmannahöfn og heirna á íslandi, en þar dvaldist hann hjá mági sínum, síra Birni Halldórssyni í Sauð- lauksdal. Undi hann þar hag sínum hið bezta, sem gjörla má sjá af kvæðurn hans og bréfum. Ekki verður því neitað, að verkið sótt- ist seint. Mun hvort tveggja hafa valdið, að hann hefur farið sér hægt, áhugamálin voru mörg, sem sinna þurfti samtímis, og hitt, að liér var um mikið vandaverk að ræða, og á miklu reið að vel tækist til um það. Hafði hann þó ætíð skrifara sér til aðstoðar. Ráðamönnum ytra þótti að lokum nóg um dráttinn, enda var Eggert óspart rægður af löndum sínurn ytra. Var hann kvaddur til Hafnar, til að gera grein fyrir gerðum sínum, en þegar þangað kom hreinsaði hann sig svo gjörsamlega af öllum ásökunum, að vegur hans varð sýnu meiri en áður. En á leiðinni til Hafnar kvað hann: Öfund knýr og eltir mig til ókunnugra þjóða, fæ ég ekki að faðma j>ig fósturjörðin góða. Efni það, sem þeir félagar höfðu safnað, var geysimikið og fjöl- þætt. Þótt þeir vafalaust hafi dregið efnið nokkuð saman í hinum árlegu skýrslum, var það heljarverk að koma þeirri skipan á elnið, að það yrði aðgengilegt til lestrar. Þá var og nauðsynlegt að bera athuganirnar saman við erlend fræðirit, ákvarða plöntur, dýr og steina, eftir því sem efni stóðu til. En um þessar mundir var nátt-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.