Náttúrufræðingurinn - 1968, Side 10
56
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
og þá einkum Jón Eiriksson og Gerhard Schöning prófessor. Ferða-
bókin kom út á dönsku 1772 í tveimur bindum, hin vandaðasta
að öllum frágangi og er enn prýði í hverju bókasafni. Hún er
prýdd fjölda mynda, sem gerðar eru eftir frummyndum þeirra
Eggerts, og henni fylgir Uppdráttur íslands, betri en þeir eldri,
en í honum átti Eggert engan þátt. Fullur titill Ferðabókarinnar
er: Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land-Physici Biarne Povel-
sens Rejse igiennem Island. Foranstaltet af Videnskabernes Selskab
i Kiöbenhavn, og beskreven af forbemeldte Eggert Olafsen......
Soröe 1772.
Efnisskipan og form Ferðabókarinnar gera liana að ýmsu leyti
óaðgengilega sem landslýsingu. Henni er skipt í 7 parta eftir lands-
hlutum, verða óhjákvæmilega af því nokkrar endurtekningar, og
ef menn vilja kynna sér þar eitthvert sérstakt efni, þarf víða að
leita í bókinni að því. Úr þessu bætir þó verulega, að niðurskipan
bókarhlutanna og fyrirsagnir undirkafla eru að mestu hinar sömu
og í sömu röð, nema þar sem eitthvað nýtt bætist inn í, svo sem
sérstakir ferðaþættir. Ferðabókin er jöfnum höndum landslýsing
og ferðasaga. Að vísu er hinum venjulegu ferðum lýst mjög stutt-
lega, lítið meira sagt en hvar var farið yfir. Hins vegar eru ein-
stakar ferðir, svo sem fjall- og jökulgöngur, raktar mjög nákvæm-
lega. I hverjum meginkafla er greinagóð lýsing af landslagi, jarð-
myndunum, hverurn og laugum, ám og vötnum, gróðri, dýralífi,
fólkinu, atvinnuháttum þess, daglegu lífi, klæðaburði, skemmtun-
um o. s. frv. Þá er lýst nýtilegum höfnum, og öllu, sem sérkennilegt
var í náttúrufari eða lífi fólksins á hverjum stað. Víða er vitnað
til fornrita og sagna. Gegnir furðu, hve gífurlegum fróðleik þarna
er samansafnað, og hve vel er úr honum unnið, þar sem um frum-
smíð er að ræða, og ekki við nokkrar fyrirmyndir að styðjast inn-
lendar né erlendar. Mun vafasamt, hvort þá hefur verið til svo ná-
kvæm og fjölþætt lýsing af nokkru öðru Evrópulandi.
Eins og kunnugt er, voru náttúruvísindin mjög í bernsku um
þessar mundir. Geldur Ferðabókin þess frá voru sjónarmiði. En
þótt hinar nú úreltu fræðikenningar séu höfundi fjötur um fót,
bæta hinar skörpu athuganir og nákvæmu lýsingar þar oft úr skák,
svo að hið rétta kemur fram. Þannig skiptir Ferðabókin fjöllum
í regluleg og óregluleg fjöll, þ. e. blágrýtis- og móbergsfjöll eftir
vorum nafngiftum, en svo vel er frá lýsingum og skilgreiningum