Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 13

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 13
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 59 ummælin um Mývatnssveit, sem hann segir að væri „svört og ljót tilsýndar". En þetta mun hafa verið býsna almennt viðhorf til náttúrunnar á þeim tímum. Fyrir daga Eggerts var þekking manna á íslandi og náttúru þess mjög lítil, og erlendir menn höfðu gefið út bækur með fjölda ýkjusagna urn land og þjóð og borið út margs konar óhróður um hvort tveggja, einkum fólkið. Frásagnir Horrebows um Island eru mikilsverð tilraun í þá átt að hrekja slíkar ýkjusagnir. Eggert gerir ekki mikið að því að taka fyrir einstök ummæli og hrekja þau beinlínis. En öll frásögn hans og lýsingar er raunsætt og gert af vísindalegri nákvæmni svo vel sem bezt verður á kosið, svo að ekk- ert rit mun hafa dugað oss betur til að breiða út þekkingu á landi og þjóð, þar til Þorvaldur Thoroddsen tók að fræða alheim um náttúru íslands. Studdi mjög að því, að Ferðabókin var fljótlega þýdd á helztu tungumál Evrópu. Kom hún út á þýzku 1774—75, á frönsku 1802 og í styttri útgáfu á ensku 1805. Hins vegar varð hún aldrei verulega kunn á Islandi, olli því bæði að hún var rituð á erlendu máli og auk þess dýrari og stærri en svo, að hún mætti verða almenningseign. Hún var fyrst prentuð á íslenzku árið 1943. Verður hér að láta staðar numið um Ferðabókina, þótt fæst sé enn til tínt. Þótt Eggert Ólafsson hefði ekkert starf eftir sig látið annað en Ferðabókina, væri það ærið nóg til þess að halda nafni hans á lofti. En þó að hún tvímælalaust sé það verk hans, sem lengst mun lifa, liefur hann samt ekki hlotið mesta frægð og aðdáun meðal þjóðar sinnar fyrir hana, heldur miklu fremur vegna skáldskapar síns og þeirrar þjóðarvakningar, sem hann leitaðist við að hefja. Um skáldskap Eggerts skal ég vera fáorður. Kvæðabók hans var prentuð 1832. Nokkur kvæði hans og vísur liafa notið vinsælda almennings allt frarn á þenna dag, og erindið „Island ögrum skor- ið“ orðið eins konar varaþjóðsöngur, sem mest verður að þakka ágætu lagi Sigvalda Kaldalóns. En langmestur hluti kvæða hans er einungis kunnur bókmenntasöguriturum og öðrum fræðimönnum um íslenzka tungu og menningu. Enda eru þau sannast að segja ekki aðgengilegur skáldskapur nútímamönnum. Engu að síður mun margt af kveðskap hans hafa fengið hljómgrunn samtíðar sinnar. Hér var á marga lund slegið á nýja strengi, hvatning og eggjanir til dáða komu í staðinn fyrir heimsósóma og eymdaróð.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.