Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 20
66
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
andi að rækta hana á íslandi. Austur í Laugarási mun nykurrós
liafa lifað nokkur ár í volgu vatni, að sögn.
Fleiri tegundir nykurrósa vaxa villtar í Evrópu, þar á meðal
á Norðurlöndum, en hinar tvær algengu, hvít og gul, voru tekn-
ar sem dæmi. Nokkrar tegundir og afbrigði eru ræktaðar til
skrauts í garðtjörnum. (Sjá garðyrkjubækur, t. d. „Garðblóm í
litum“.) Hið latneska nafn, Nympha, bendir til vatnadísa. Segja
sumar sagnir, að dísir uni sér vel í blómunum. Plinius hinn
rómverski (á 1. öld e. Kr.) segir aftur á móti, að vatnadís hafi
breytzt í þetta kyrrláta, föla blóm vegna ástarharma. jarðstöngl-
ar og fræ nykurrósa eru etin, einkum í Afríku. Blaðstilkar sumra
nykurrósa geta orðið um 2 m á lengd eða meir til að ná upp
úr vatninu og breiða jrar út blöðkuna.
Fræg er Amazon-nykurrósin (Victoria regia eða V. ama-
zonica), einnig kennd við Viktoríu Englandsdrottningu. Amazon-
nykurrósin er oft kölluð vatnalilja eða þá Viktoría. Eftir mörg
mistök tókst að rækta hana í grasagarðinum mikla (Kew Garden)
á Englandi árið 1849 og var fyrsta blómið fært Viktoríu drottn-
ingu. Hin risastóru blöð jurtarinnar þekja lygnar kvíslar í Ama-
zonfljóti, svo að kílómetrum skiptir. Hún vex sjaldan á meira en
i/2—2 m dýpi. Blöðkurnar eru oft um 2 m í þvermál, geta orðið
2,4 m. Rendur blaðanna eru uppbrettar og verður hinn uppbretti
jaðar 4—6 cm hár. Nokkurra ára börn geta staðið á blaðinu líkt
og bát. Á neðra borði blaðanna kvíslast margir Jryrnóttir, loftfyllt-
ir, upphleyptir strengir, sem styrkja blaðið og auka mjög flotkraft
þess. í lögg blaðanna eru smágöt, svo að vatn geti runnið burt.
Hin stóru, allt að 40 cm breiðu, snjóhvítu blóm lyftast aðeins upp
úr vatninu og opnast við sólsetur. Eftir nokkurn tíma slær dauf-
um rósrauðum litblæ á blómið og næstu nótt er það purpurarautt
og alveg opið, sætlega ilmandi, en lokast næsta dag og sígur niður
í vatnið. Fræið jrroskast í kafi. Jurtin getur þrifizt í gróðurhúsa-
tjörn, alin upp af fræi. Vex ört og getur blaðkan breikkað um
35 cm á einum sólarhring.
Önnur tegund (V. cruziana) vex í Paranafljótinu í Suður-Ame-
ríku og líkist talsvert liinni. Blöðin eru heldur minni, en upp-
sveigði jaðarinn hærri, 8—12 cm hár. Þykir auðveldari í ræktun
en hin og þarf ekki eins mikinn hita. Þrífst í gróðurhúsatjöi'num
í Danmörku og Noregi. Verða blöðin þar allt að 2 m í þvermál.