Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 24
70
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
Ráðstefna jarðfræðinga og jarðfræðinema
um jarðfræðirannsóknir íslendinga
halclin á vegum Samhands íslenzka stúdenta erlendis (SÍSE)
Sumarið 1967 var í fyrsta sinn haldin á vegum SÍSE ráðstefna
sérfræðinga og námsmanna í eðlisfræði, jarðeðlisfræði og stærð-
fræði. Tilgangurinn var að kynna námsmönnum hérlendis starfsemi
í þessum greinum, sem og að stuðla að gagnkvæmum kynnum
námsmanna og starfandi sérfræðinga. Gafst þessi ráðstefna mjög
vel og var þá ákveðið að halda áfram á sömu braut og taka smám
saman fyrir þær greinar, sem að mestu eða öllu leyti eru numdar
við erlenda háskóla.
í ágúst síðastliðnum var jarðfræði tekin til meðferðar á slíkri
ráðstefnu, og önnuðust undirritaðir undirbúning hennar af hálfu
SÍSE. Fengnir voru framámenn í jarðfræði og jarðfræðikennslu til
að halda framsöguerindi, hver í sinni grein, og var reynt að velja
þau þannig, að hagnýtar greinar jarðfræðinnar sætu í fyrirrúmi,
enda þess helzt að vænta, að þær gætu tekið við fjölgun þeirri, sem
verður í stéttinni á næstu árum. Fer hér á eftir ágrip af erindunum,
og er það von okkar, að þau gefi mönnum nokkra hugmynd um
störf íslenzkra jarðfræðinga.
Áætlað var, að Guðmundur Sigvaldason fjallaði um rannsóknir
í hergfræði og jarðefnafræði, en af því gat ekki orðið vegna lang-
dvalar hans erlendis. Er það miður, jrví að Jrar með fellur niður
þáttur Rannsóknarstofnunar iðnaðarins (áður Atvinnudeild há-
skólans, iðnaðardeild) í jarðfræðirannsóknum.
Ymislegt er nú í deiglunni um endurskipulagningu á jarðfræði-
rannsóknum hérlendis, en ennþá er of snemmt að segja, hvað úr
verður. Jarðfræðimenntuðum mönnum fjölgar ört jressi árin og
eru þegar starfandi hér 11 jarðfræðingar og von er á fjórum til
viðbótar fyrir lok næsta árs (1969). Auk jress munu vera 12 stúdent-
ar við nám í jarðfræði og sumir langt komnir. Heppileg lausn á