Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 29

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 29
NÁTTÚRUFRÆÐTNGURINN 75 1. mynd. Jarðeldarannsóknastöð utan í eldfjallinu Sakurajima, syðst á eynni Kjúsjú í Japan. Húsið er byggt með tilliti til jarðskjálftahættu. Maðurinn á myndinni er forstöðumaður stöðvarinnar, dr. Yoshikawa. — Ljósm. Sigurður Þórarinsson, 10. nóv. 1964. verður að koma á þau einhverju skynsamlegu heildarskipulagi sam- tímis því að jarðeldarannsóknastöð verður skipulögð. í bráðabirgðaumræðum um þetta mál hefur verið rætt um að þessi rannsóknarstöð yrði stofnun, sem gæti tekið við ákveðinni tölu vísindamannaefna frá hverju aðildarlanda, t. d. 1 eða 2 frá hverju landi og einhverjum frá Unesco. Yrðu þessir vísindamenn styrkþegar viðkomandi landa, en löndin (og Unesco) yrðu einnig að greiða stofnkostnað (þar með tækjakostnað) og reksturskostnað í hlutfalli við tölu þeirra styrkþega, sem þeir vildu tryggja aðgang að stofnuninni. Þátttakendur auk Norðurlanda og Unesco gætu l'yrst og fremst orðið lönd, er liggja að Norður-Atlantshafi, og hafa Bretland, Kanada og Bandaríkin látið í ljós mikinn áhuga á þátt- töku, enda þótt stofnunin yrði fyrst og fremst norræn og yfirstjórn í reynd í höndum íslendinga, jrótt þar verði einnig samnorræn stjórnarnefnd svipað og er um Norræna húsið. Hversu margir ís- lenzkir vísindamenn fengju rannsóknaraðstöðu við þessa stofnun,

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.