Náttúrufræðingurinn - 1968, Blaðsíða 43
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN
89
jarðfræðikorfi þarf að vera þann-
ig að sem allra mestar upplýsing-
ar um lagskiptingu komi fram.
Einnig er á þessu stigi bent á
hugsanleg byggingarefni nærri
virkjunarstað.
Annað stig jarðfræðirannsókn-
anna er í sambandi við nákvæma
hönnun virkjana og beinn undir-
búningur að byggingu virkjunar.
Á þessu stigi verður virkjunar-
rannsóknin að vera miklu ná-
kvæmari og er nú óhjákvæmilegt
að taka til ýmissa hjálpargagna til
öffunar þessara upplýsinga. Þessi
hjálpargögn eru helzt: jarðboran-
ir, lektarmælingar, jarðvatnsmæl-
ingar og jarðeðlisfræðilegar mæl-
ingar. Á þessi stigi er dýpi á klöpp
kannað á öllu mannvirkjasvæð-
inu, þar sem nokkrar h'kur eru á,
að á því þurfi að halda, og einnig
er gerð nákvæm könnun á lag-
skiptingu í bergi á öllu því svæði
sem til greina kemur, að mann-
virki verði reist á, hvort held-
ur ofanjarðar eða neðan. Einnig
þarf að þekkja vatnsleiðni jarð-
laga svo og legu jarðvatns í þeirn.
Flestra þessara upplýsinga er afl-
að með borunum og mælingum í
borholum. En einnig má nota jarðeðlisfræðilegar mælingar, sérstak-
lega til mælinga á þykkt lausra jarðlaga og dýpi á jarðvatnsborð.
Þær mælingaaðferðir, sem notaðar eru, eru jarðsveiflu- og jarðvið-
námsmælingar. Sú fyrri hentar betur til mælinga á þykkt yfirborðs-
laga en sú síðari til þess að finna jarðvatnsborð.
Boranir eru tvenns konar. Önnur tegund borana er notuð til
þess að kanna dýpi á klöpp og nokkuð við að kanna eðli hinna
1 §5 X Uj GREINING CLASS/F/CA T/ON m k.- LEKT PERMEa B/Lirr LU
3046 1 10 100
300(t \\ *- > 4 ■ Mórena
293.C •ivóV-Vú Sandsfeinn STV ►
'~-/N '\ \'sl> \ 1 \ i-JsS .T ''7' Þursaberg E 0
STV V//////// - 177,5
'/Cr’ V/ 12,05 Y////A
ÁÁ y0fa
267,C V wmm o
æw V Basalt AB p É ;
253,4 » o ■y.Q' Völuberg AB2 ÉM
2. mynd. Borhola frá rannsóknum
við Hvítá (við Blálell) boruð 1946.
Teikn. Orkustofnunin.