Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 44

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 44
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN lausu jarðlaga ylir klöppinni. Þetta er nú venjulega gert með litlum höggbor framleiddum af fyrirtæki í Svíþjóð, sem Borro heitir, og eftir Jjví er svona borun nú oftast kölluð borro borun. Venjulega er talinn höggafjöldinn, sem þarf til að reka borstengur niður hverja 0,5 m. Höggtalningarlínurit, sem sýnir hvernig högga- fjöldi breytist með dýpi, gefur þá verðmætar upplýsingar um lag- skiptingu og ýmsa eiginleika jarðlaganna. í berg er venjulega borað með snúningsborum, sem skera með demantskrónu samfelld- an kjarna úr berginu. Þessar liolur eru einnig notaðar til lektar- mælinga og jarðvatnsathugana. Skipulagning, umsjón og úrvinnsla borverkanna er að öllu eðli- legu langstærsta verkefni virkjanajarðfræðingsins. Boranir eru líka langdýrasti hluti virkjunarrannsóknanna og má því ekkert til þess spara að sem mestar upplýsingar fáist við þær. Á öðru stigi jarðfræðirannsóknanna verður að finna byggingar- efni fyrir virkjunina. í þeirri leit á virkjanajarðfræðingurinn oftast verulegan þátt með því að benda á hugsanlega staði. Byggingar- efnin eru: steypuefni; efni í malarsíur, þéttikjarna og fyllingarefni í jarðstíflur. Af þessu er leit að þéttikjarnefnum helzt frábrugðin venjulegri byggingarefnaleit. I þéttikjarna má nota fokmold, móren- ur og önnur leirkennd og mélukennd efni, sem hægt er að vinna með nokkuð þungum verkfærum og þjappa. Að öðru leyti mun ég ekki fara út í byggingarefnaleit, enda gert annars staðar. Þriðja stig í starfi virkjanajarðfræðings er meðan á mannvirkja- gerðinni sjálfri stendur. Á því stigi koma alltaf upp ýmis atriði, sem jarðfræðing þarf til hjálpar við úrlausn á. Einnig þarf að kortleggja grunna, jarðgöng og skurði til þess að varðveita eftir- komendum þá reynslu, sem fram kemur, til þess að það geti orðið til hjálpar við að taka réttari og öruggari ákvarðanii síðar. Einnig eykur sú reynsla, sem fæst við að fylgjast með mannvirki í byggingu, mjög á hæfileika jarðfræðingsins að skipuleggja rannsóknir fyrir nýjar virkjanir. Mikilvægt verður einnig að teljast á þessu stigi, að hin virkjanajarðfræðilega reynsla, sem fæst við byggingu mann- virkis, sé skráð og birt öðrum til lærdóms. Þegar ég hef nú lýst því í hverju virkjanajarðfræði er fólgin, er rétt að athuga nánar livaða nám er heppilegast í þessu sambandi. Mikilvægustu greinarnar af þeim, sem upp voru taldar hér að framan, eru greinilega jarðlagafræði og kvarterjarðfræði. Aðrar

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.