Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 45
N ÁT T Ú R TJ F RÆ ÐINGURINN 91 greinar jarðfræði hafa ekki beina hagnýta þýðingu, en þó getur þurft að nota bergfræðilegar rannsóknir til hjálpar við tengingu jarðlaga, og landmótunarfræði gefur fljótt miklar jarðfræðilegar upplýsingar og er reyndar hér á landi, að ég hygg, oít notuð meira við lauslega kortlagningu heldur en að rýna í steininn. Ein sér- grein jarðfræði eða náttúrulandafræði hefur mikla þýðingu fyrir virkjanajarðfræði, en það er fræðin um jarðvatnsstreymi. Jarð- vatnsfræði er grein á mörkum jarðfræði og vatnafræði og mun víða ekki að finna í námsskrám í jarðfræði. Af jressari upptalningu hygg ég, að sjá megi, að beztur undirbúningur undir virkjanajarð- fræði er nám í mjög almennri jarðfræði með áherzlu á jrær greinar, sem aftastar eru í listanum um jarðvísindagreinar, sem ég talaði um hér í byrjun. Að lokum vil ég segja fáein orð um atvinnuhorfur í Jressari grein. Undanfarinn áratug hafa virkjanarannsóknir verið framkvæmdar af stofnun raforkumálastjóra, sem yfirleitt var kölluð Raforkumála- skrifstofan, en hefur nú skipt um nafn og heitir Orkustofnun. Samkvæmt raforkulögum frá 1946 var það hlutverk hennar að sjá um undirbúningsrannsóknir vegna virkjana. Við Orkustofnun starfa nú 2 jarðfræðingar að virkjanajarðfræði eingöngu og hefur annar þó ekki nema hálfs dags vinnu. Auk Jaessa starfa nokkrir jarðfræðinemar að þessu á sumrin. Þegar Landsvirkjun var stofnuð 1966, var í lögum hennar gert ráð fyrir að hún annist virkjana- rannsóknir. Hingað til hefur Orkustofnun annazt allar jarðfræði- rannsóknir fyrir Landsvirkjun svo og aðrar rafveitur á landinu. Það er tvímælalaust þiirf á að bæta við fleiri jarðfræðingum í þessa grein, ef áfram heldur ör Jrróun í virkjanamálum okkar. Um starfsemi jarðhitadeildar Orkustofnunar Sveinbjörn Björnsson og Kristjdn Sœmundsson Jarðhitadeild Orkustofnunar Frá því er land byggðist hefur jarðhitinn dregið að sér athygli manna. Um Jjað bera vott óteljandi örnefni, sem við hann eru kennd. Eflaust hafa menn og fljótt komizt upp á lag með að nýta

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.