Náttúrufræðingurinn - 1968, Page 52
98
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
myndun, nema þá þar, sem sprungukerfi eru fyrir hendi. Þetta
stafar af því, að á löngum tíma hafa fallið út steintegundir í holur
og sprungur í blágrýtinu sjálfu og millilögum þess og gert bergið
þétt. Aðallega eru það geislasteinar (zeolítar), silfurberg (kalsit) og
kvarts af mismunandi gerð og útliti.
Allt öðru máli gegnir um yngri berglög eins og t. d. grágrýtið
kringum Reykjavík og á Sléttu. Það eru hraun runnin á hlýviðris-
skeiði — eða skeiðum milli ísalda — og hafa ekki náð að ummyndast
svo teljandi sé. Lítið virðist vera um millilög í grágrýtinu. Er því
svo að sjá sem hvert hraunið hafi runnið á annað ofan, án þess
að slík lög hafi fengið tíma til þess að myndast. Milli hraunlaganna
sjálfra verða þá þunn lög úr gjallkenndu lirauni með skútum og
göngum. Gott dæmi um þetta má sjá í norðurvegg Almannagjár
á Þingvöllum. Auðsætt er, að slík myndun getur geymt mikið
vatn, enda hafa boranir eftir neyzluvatni í grágrýtið við Reykjavík
gefið mjög góðan árangur og sama gildir um boranir á Raufarhöfn.
Þess má þó geta, að bæði við Reykjavík og á Sléttu er megin grunn-
vatnsstraumurinn tengdur tektoniskum sprungum í berggrunnin-
um, en nánar verður ekki farið út í það hér.
Hraun runnin eftir ísöld eru á sama veg. Vatn hripar gegnum
Jiau og því verður yfirleitt ekki náð svo nokkru nemi fyrr en undir
hraununum.
b) Þess er áður getið, að á blágrýtissvæðunum væru litlir mögu-
leikar til meiri háttar vatnsvinnslu úr föstu bergi. A Jreim svæðum
er því vænlegast að vinna vatn úr lausum jarðlögum, sem eru ofan
á berggrunninum, og má raunar heita að það sé þar eini möguleik-
inn.
í því sambandi koma fyrst og fremst til greina sand- og malarlög
mynduð af framburði straumvatna. Oft má fá nokkuð vatn úr
jökulurðum, sem nægt getur einu heimili eða svo, en meiri háttar
vatnsvinnsla er þar ekki möguleg.
Til þess að vinna megi mikið og gott neyzluvatn úr lausum jarð-
lcigum þurfa þau að fullnægja ákveðnum skilyrðum. Mjög er æski-
legt að taka neyzluvatn á nokkru dýpi undir yfirborði, og ætti Jrað
að vera a. m. k. 10—15 m, en Jrví dýpra J)eim mun betra. Þetta
fer þó að sjálfsögðu eftir Jjví, hvernig jarðlögin eru. Ef t. d. þétt
leirlög eru ofan á þeim lögum, sem vatnið er tekið úr, má dýpið
vera minna. Jarðlögin verða að vera Jaað þétt, að þau hindri óhrein-