Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 62

Náttúrufræðingurinn - 1968, Síða 62
108 NÁTTÚRUFRÆÐiNGURlNN I. mynd. Lúsifer. litum, og er þar mynd af honum. Kólguflekkurinn er algengur við allar strendur Miðjarðarhafsins og suðvesturstrendur Evrópu. Hans hefur orðið vart við suðurströnd Noregs og allt norður til Þránd- heims. Náttúrugripasafn Eyjabúa á 2 kólguflekki, sem báðir hafa veiðst við Eyjar á seinustu árum. Hinn fyrri veiddist í dragnót á 80 m dýpi, austur af svokölluðum Stökkum, sem eru sjávarklettar rnjög nálægt Heimaey austanverðri og er það fyrsti fundur tegundarinnar við ísland. Síðari kólguflekkurinn veiddist í humar-dragnót á 120— 140 m dýpi austur í Þríhamradjúpi, sem er fiskimið austur af Eyj- um. Lengd kólguflekkjanna er 41 og 42 cm. 3. Silfurbrami (Pterycombus brama). Þessi sjaldgæli fiskur veidd- ist í þorskanet við Eyjar fyrir um það bil áratug. Þá bar hann ekkert íslen/.kt nafn, þar sem hann liafði ekki veiðzt áður hér við land. Við köllum hann silfurbrama samkvæmt gamalli tillögu Ingimars Ósk- arssonar. (A sænsku heitir hann fengömmare, en á dönsku sölv- brasen og á þýzku S'ilberbrassen).

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.