Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 116

Náttúrufræðingurinn - 1970, Page 116
234 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN heimahögum sínum, vestanfjalls í Noregi. Einar var sonur Rögn- valds jarls á Mæri. I ferðabók Eggerts Ólafssonar um ferð þeirra Bjarna Pálssonar (1752—1757) er víða getið mótaks sem hlunninda á jörðum. Þar er og getið um sjótorf, sem sums staðar rekur upp úr sjó. í Austur-Skaftafellssýslu kernur fyrir að mór ýtist fram undan skriðjökli. Þegar jöklar ganga fram geta þeir farið yfir mýrar og annað gróið land. Þannig tók af bæina Breiðá og Fjall í Austur- Skaftafellssýslu undir lok 17. aldar. I Búalögum, sem hafa að geyma verðskrár og reglur viðvíkjandi búskap og verzlun á íslandi, sumar allt frá því á 14. öld, er talið meðalmanns verk að stinga 20 feta langa mógröf á dag, 10 feta breiða og 20 feta djúpa. Mega það teljast furðu mikil afköst, þótt maðurinn gerði ekki annað en stinga fyrir, en annar kastaði frá. Á seinni hluta 19. aldar var mikið tekið af mó við Reykjavík og náðu mógrafir yfir stórt svæði. Bernhöftsbakarí átti mótak suð- vestur af Skólavörðu og hafði lagt veg þangað (þ. e. í Vatnsmýri). Á árunum 1917—1919 var tekinn mór í Kringlumýri við Reykja- vík. Var þetta skipulegt mótak fyrir Reykjavíkurbæ, en auðvitað unnið með handverkfærum. Lög um samþykktir um mótak voru samþykkt á alþingi árið 1912. Þar segir í 1. gr.: „Heimilt er sýslunefnd að gera samþykkt um mó- tak fyrir hvern hrepp innan sýslu, þar sem hreppsnefnd óskar þess, til að koma í veg fyrir landsspjöll af inótaki, óhagkvæma meðferð mótaks og hættu af mógröfum.“ Utbreiðsla múmýra á Islancli. Mómýrar er að finna í öllum héruðum landsins. Þær hafa mynd- azt hvarvetna, þar sem vatnsagi verður mikill í jarðvegi og gróður getur náð að festast, bæði á hálendi og láglendi. Mýrar verða því mestar þar, sem grunnvatn staðnar og liefur litla framrás. Gruner (1912) telur, að mýrar á Islandi muni vera um 10 jnis. km2, en Þorvaldur Thoroddsen (1919) telur, að 8% af yíirborði landsins muni vera nær sanni, þ. e. um 8.4 þús. km2. í bókinni Islenzkur mór hef ég í samræmi við Gruner og Sigurð Sigurðsson, búnaðarmálastjóra, talið heildarflatarmál mýranna 10 jnis. km2, en mómýrar tveggja metra djúpar eða meira 3000 km2.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.