Náttúrufræðingurinn - 1970, Qupperneq 116
234
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
heimahögum sínum, vestanfjalls í Noregi. Einar var sonur Rögn-
valds jarls á Mæri.
I ferðabók Eggerts Ólafssonar um ferð þeirra Bjarna Pálssonar
(1752—1757) er víða getið mótaks sem hlunninda á jörðum. Þar
er og getið um sjótorf, sem sums staðar rekur upp úr sjó.
í Austur-Skaftafellssýslu kernur fyrir að mór ýtist fram undan
skriðjökli. Þegar jöklar ganga fram geta þeir farið yfir mýrar og
annað gróið land. Þannig tók af bæina Breiðá og Fjall í Austur-
Skaftafellssýslu undir lok 17. aldar.
I Búalögum, sem hafa að geyma verðskrár og reglur viðvíkjandi
búskap og verzlun á íslandi, sumar allt frá því á 14. öld, er talið
meðalmanns verk að stinga 20 feta langa mógröf á dag, 10 feta
breiða og 20 feta djúpa. Mega það teljast furðu mikil afköst, þótt
maðurinn gerði ekki annað en stinga fyrir, en annar kastaði frá.
Á seinni hluta 19. aldar var mikið tekið af mó við Reykjavík og
náðu mógrafir yfir stórt svæði. Bernhöftsbakarí átti mótak suð-
vestur af Skólavörðu og hafði lagt veg þangað (þ. e. í Vatnsmýri).
Á árunum 1917—1919 var tekinn mór í Kringlumýri við Reykja-
vík. Var þetta skipulegt mótak fyrir Reykjavíkurbæ, en auðvitað
unnið með handverkfærum.
Lög um samþykktir um mótak voru samþykkt á alþingi árið 1912.
Þar segir í 1. gr.: „Heimilt er sýslunefnd að gera samþykkt um mó-
tak fyrir hvern hrepp innan sýslu, þar sem hreppsnefnd óskar þess,
til að koma í veg fyrir landsspjöll af inótaki, óhagkvæma meðferð
mótaks og hættu af mógröfum.“
Utbreiðsla múmýra á Islancli.
Mómýrar er að finna í öllum héruðum landsins. Þær hafa mynd-
azt hvarvetna, þar sem vatnsagi verður mikill í jarðvegi og gróður
getur náð að festast, bæði á hálendi og láglendi. Mýrar verða því
mestar þar, sem grunnvatn staðnar og liefur litla framrás.
Gruner (1912) telur, að mýrar á Islandi muni vera um 10 jnis.
km2, en Þorvaldur Thoroddsen (1919) telur, að 8% af yíirborði
landsins muni vera nær sanni, þ. e. um 8.4 þús. km2.
í bókinni Islenzkur mór hef ég í samræmi við Gruner og Sigurð
Sigurðsson, búnaðarmálastjóra, talið heildarflatarmál mýranna 10
jnis. km2, en mómýrar tveggja metra djúpar eða meira 3000 km2.