Náttúrufræðingurinn - 1970, Síða 134
252
NÁTTÚRU F RÆ ÐINGURINN
að yfir aðalrispur með suðlægri stefnu liggi grynnri rispur með
stefnu undan hallanum, sem myndazt hafa við jökulskrið, eftir að
jökullinn tók að þynnast og skrið hans að laga sig meira eftir
landslagi.
Þótt aðalefni bergsins í Mýrdal sé inóberg, eru þó nokkur svæði
með fornum basalthraunum, sem vel Jiafa geymt jökulrispur.
Stærst þessara svæða er hraunið, sem myndar hjallann vestan undir
Reynisfjalli, en á jrví standa Foss-bæirnir. Nyrzt sér fyrir því á
svonefndu Falli, hæðinni vestur af Heiðardal, og liggur það þaðan
til suðurs undir þykkum jarðvegi allt í Holtsenda, sem er skammt
norðan við bæinn Þórisholt. Víða sér í það í vesturbrún hjallans,
t. d. við þjóðveginn í Gatnabrún, en þar liggur ofan á því allþykkt
lag af jökulruðningi. Lengi sást fallega jökulrispuð klöpp við
Jyjóðveginn á beygjunni upp af bænum Norður-Götum, en nú
hafa vegagerðarmenn mjög spillt henni. Úr Jressu hrauni hefur
jökullinn brotið upp efnið í jökulurðina norðan við Reynisfjalls-
endann. Næst stærst er hraunið á Dyrhólaey. Þá eru minni svæði,
t. d. austan við bæinn að Skeiðflöt og tvö á vesturbrún Dalalieiðar
sunnan Dimmagils. Þá eru og hraun á Skammadalsheiði, Sjónaröxl
að norðaustan og Fagurhól, syðst á Giljaheiði, suðurbrún Reynis-
fjalls að vestanverðu og á Hjörleifshöfða. Ennfremur eru á nokkr-
um stöðum fornir gígtoppar úr basalti, sem jökullinn hefur skafið
móberg ofan af og sett innsigli sitt á. Þá er og allvíðáttumikið
basaltsvæði við suðurbrún Mýrdalsjökuls, en mestur hluti þess hef-
ur komið undan jökli síðustu 50 til 70 árin, svo að lítil not eru að
jtví við framangreindar rannsóknir.
Mér var strax Ijóst, er ég hóf jressar rannsóknir, að sérstaklega
væri um átta staði að ræða í Mýrdal, sem gætu hafa staðið íslausir
upp úr jökulhellunni á síðasta jökulskeiði. Staðir þessir eru talið
vestan frá: Pétursey, Fellsfjall, Búrfell, Dyrhólaey, Reynisfjall,
Hatta, Háfell og Hjörleifshöfði. Þetta eru því staðirnir, sem ég hef
sérstaklega athugað með hliðsjón af ummerkjum ísaldarjökulsins
í fjöllunum norður af Mið-Mýrdal, en þar var ég kunnugastur öll-
um staðháttum.
Pétursey er sérstætt móbergsfjall með allmiklum innskotslögum
úr basalti. Hún er 275 m y. s. og rís 235 m yfir umhverfi sitt.
Eyjan er sennilega lilaðin upp við neðansjávargos á hlýviðrisskeiði,
og er nú ekki nema lítill hluti Jress, sem hún hefur upphaflega