Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 12

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 12
Vigfús Sigurðsson frá Brúnum Athugasemd um gjóskuna úr Heklugosinu 1947 í bók Sigurðar Þórarinssonar: Hekla, sem gefin var út af Almenna bókafélaginu f970, neðst í vinstra dálki á bls. 21 stendur: „Undir Eyja- fjöllum byrjaði vikurfallið um 10 mín- útum síðar en í Fljótshlíð, og varð gjóskulagið þar allt að 2 cm þykkt milli Hvamms og Raufarfells.“ Þarna gætir allmikillar ónákvæmni, sem ég vil vekja athygli á. Þessi óná- kvæmni gæti stafað af því að þykktar- mælingar gjóskunnar hafi ekki verið gerðar fyrr en ef til vill viku eftir að gosið byrjaði. Á þessum tíma hafði gert rok og megnið af vikrinum hafði fokið til. Ég og fleiri hér um slóðir gerðum mælingar á gjóskufallinu á þessum slóðum eftir hádegi fyrsta gosdaginn, fljótlega eftir að gjóskufallinu lauk og fara hér á eftir niðurstöður mæling- anna. í Hvammi var gjóskuþykktin 2,5 cm mælt á sléttri stétt. Mælinguna gerðu feðgarnir Sigurjón Magnússon og Magnús Sigurjónsson. Ásólfsskáli er nærri miðju gjósku- geirans og þar féll fyrst grófur, grár vikur en síðan svört fín aska. Vikur- inn var 8 cm þykkur á bæjarstétt, 7 cm á kirkjutröppum og 9 cm á sléttum steini á austurtúninu. Svarta askan var 3 cm á þykkt. Alls var því þykkt gjóskulagsins á Ásólfsstöðum um 11 cm. Hér var kornastærð vikursins 1-3 cm í þvermál, en þegar á gosmorg- uninn leið og kornin smækkuðu féll aska eins og fínn sandur að grófleika. Mælinguna gerði höfundur þessara skrifa. I Vallnatúni mældi Tómas Þórðar- son og reyndist gjóskan 10 cm þykk þar. Á Þorvaldseyri mældi Eggert Ólafs- son, óðalsbóndi, og var gjóskan þar 2 cm á þykkt. Að morgni fyrsta gosdagsins var hið fegursta veður, sólskin og blíða. Fljót- lega eftir að gjóskufallið byrjaði varð slíkt myrkur, að ekki sást móta fyrir gluggum innan frá. Þegar upp stytti var ömurlegt um að litast, jörð kol- svört. Svo þétt lá vikurinn að hann var allra besta reiðhjólafæri, líkast steinsteypu. Daginn eftir að gosið byrjaði var messað í Ásólfsskálakirkju. Þá var slíkur hávaði frá gosinu að séra Sig- urður Einarsson í Holti varð að brýna röddina, þótt raddsterkur væri. Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 6, 1990. 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.