Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 12

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 12
Vigfús Sigurðsson frá Brúnum Athugasemd um gjóskuna úr Heklugosinu 1947 í bók Sigurðar Þórarinssonar: Hekla, sem gefin var út af Almenna bókafélaginu f970, neðst í vinstra dálki á bls. 21 stendur: „Undir Eyja- fjöllum byrjaði vikurfallið um 10 mín- útum síðar en í Fljótshlíð, og varð gjóskulagið þar allt að 2 cm þykkt milli Hvamms og Raufarfells.“ Þarna gætir allmikillar ónákvæmni, sem ég vil vekja athygli á. Þessi óná- kvæmni gæti stafað af því að þykktar- mælingar gjóskunnar hafi ekki verið gerðar fyrr en ef til vill viku eftir að gosið byrjaði. Á þessum tíma hafði gert rok og megnið af vikrinum hafði fokið til. Ég og fleiri hér um slóðir gerðum mælingar á gjóskufallinu á þessum slóðum eftir hádegi fyrsta gosdaginn, fljótlega eftir að gjóskufallinu lauk og fara hér á eftir niðurstöður mæling- anna. í Hvammi var gjóskuþykktin 2,5 cm mælt á sléttri stétt. Mælinguna gerðu feðgarnir Sigurjón Magnússon og Magnús Sigurjónsson. Ásólfsskáli er nærri miðju gjósku- geirans og þar féll fyrst grófur, grár vikur en síðan svört fín aska. Vikur- inn var 8 cm þykkur á bæjarstétt, 7 cm á kirkjutröppum og 9 cm á sléttum steini á austurtúninu. Svarta askan var 3 cm á þykkt. Alls var því þykkt gjóskulagsins á Ásólfsstöðum um 11 cm. Hér var kornastærð vikursins 1-3 cm í þvermál, en þegar á gosmorg- uninn leið og kornin smækkuðu féll aska eins og fínn sandur að grófleika. Mælinguna gerði höfundur þessara skrifa. I Vallnatúni mældi Tómas Þórðar- son og reyndist gjóskan 10 cm þykk þar. Á Þorvaldseyri mældi Eggert Ólafs- son, óðalsbóndi, og var gjóskan þar 2 cm á þykkt. Að morgni fyrsta gosdagsins var hið fegursta veður, sólskin og blíða. Fljót- lega eftir að gjóskufallið byrjaði varð slíkt myrkur, að ekki sást móta fyrir gluggum innan frá. Þegar upp stytti var ömurlegt um að litast, jörð kol- svört. Svo þétt lá vikurinn að hann var allra besta reiðhjólafæri, líkast steinsteypu. Daginn eftir að gosið byrjaði var messað í Ásólfsskálakirkju. Þá var slíkur hávaði frá gosinu að séra Sig- urður Einarsson í Holti varð að brýna röddina, þótt raddsterkur væri. Náttúrufræðingurinn 60 (1), bls. 6, 1990. 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.