Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1990, Blaðsíða 26
kælingu var vart unnt að skýra nema með flutningi varma úr neðri hlutum jarðskorpunnar upp til yfirborðs með hræringu vatns (Sveinbjörn Björnsson 1980). Kælingin er það mikil að með nokkrum rétti mætti kalla lághita- svæðin kuldapolla í jarðskorpunni. Gunnar Böðvarsson (1982 og 1983) skrifaði tvær greinar þar sem hann fór ofan í saumana á æstæða líkaninu og bar það saman við þau gögn um jarð- hitakerfi sem honum voru þá tiltæk. Hann komst enn á ný að þeirri niður- stöðu að gögnin stangist á við æstæða líkanið og því verði að leita annarra skýringa á uppruna lághitans. Að mati hans er heildarvarmastraumur úr iðr- um jarðar, sem nýst gæti til upphitun- ar jarðhitavatns á lághitasvæðum, á bilinu 5-10 gígawött (GW). Væntan- lega nýtist aðeins brot af þessari orku til að hita upp jarðhitavatnið. Heildar- orka lághitasvæðanna, sem gefa frá sér alls um 1800 1/s af heitu vatni, er hins vegar um 0,5 GW (Guðmundur Pálmason o.fl. 1985) og því hæpið að varmastraumurinn nægi til að halda jarðhitanum við um aldur og ævi. Einnig er varmaorka stærstu lághita- svæðanna langt yfir því sem unnt er að skýra með æstæðu jafnvægi á milli varmastraums og upphitunar grunn- vatns. Ennfremur benti Gunnar á að í æstæða líkaninu, þar sem vatn rennur á miklu dýpi frá hálendi að jarðhita- svæðum á láglendi, mætti búast við að hiti í hverum og laugum væri í öfugu hlutfalli við rennslið. Mælingar á hita- stigi og rennsli sýna hins vegar hið gagnstæða. Hitaferlar í djúpum holum á jarðhitasvæðum sýna að staðbundin hringrás vatns og flutningur á varma að neðan upp til yfirborðs á sér stað í ríkum mæli. Gunnar setti fram nýja kenningu um lághitakerfin, þar sem staðbundið varmanám á sér stað í lóðréttum sprungum, sem eru lokaðar neðan ákveðins dýpis. Hræring vatnsins flyt- ur varmann úr djúpberginu upp á við. Kólnun bergsins veldur samdrætti og sprungurnar opnast stöðugt dýpra. Samkvæmt þessu líkani ræðst afl jarð- hitasvæðis af því hve hratt sprungurn- ar opnast. Til þess að skýra uppruna vatnsins sem regn á hálendinu, í sam- ræmi við samsætumælingarnar, benti Gunnar á að vatnið geti verið aðrunn- ið sem kalt grunnvatn á litlu dýpi og runnið niður í sprungur í grennd við jarðhitasvæðin. A 2. mynd, sem tekin er upp úr grein Gunnars Böðvarssonar (1983), eru sýnd á einfaldaðan hátt þau tvö líkön sem einkum hefur verið stuðst við til þess að skýra innri gerð og eðli lághitasvæða, þ.e. æstæða líkanið og líkan Gunnars, sem kalla mætti varmanámslíkanið til aðgreiningar frá æstæða líkaninu. Með auknum upplýsingum á síð- ustu árum hefur stöðugt fleiri stoðum verið rennt undir líkan Gunnars og það hlotið hljómgrunn meðal margra jarðhitamanna (Sveinbjörn Björnsson og Valgarður Stefánson 1985, Axel Björnsson o.fl. 1987, Stefán Arnórs- son 1987). Stefán Arnórsson og Gunn- ar Ólafsson (1986) rannsökuðu jarð- hitakerfin í uppsveitum Borgarfjarðar og Árnessýslu. Eeir telja eins og Gunnar að meginaðrennsli jarðhita- kerfanna geti verið grunnt í jörðu og reifa þá hugmynd að það geti jafnvel verið í ám á yfirborði. Þeir draga einnig þá ályktun út frá efnainnihaldi jarðhitavatns á Laugarvatni að nýleg kvikuinnskot geti átt þátt í upphitun þess og ræða þá möguleika á ný, eftir nær hálfrar aldar hlé, að kvika geti átt þátt í upphitun jarðhitavatns á fleiri Iághitasvæðum á landinu þó engin merki sjáist þess í efnainnihaldi vatns- ins. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.